fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Snorri og Eiríkur saka hvor annan um óheiðarleika

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 23. júlí 2023 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Másson, fráfarandi stjörnublaðamaður hjá Sýn, gagnrýnir viðbrögð Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emeritus, við ummælum Heiðars Guðjónssonar fjárfestis um stöðu íslenskrar tungu, í hlaðvarpinu Skoðanabræður. Mbl.is greinir frá. Snorri segir ummæli Eiríks um viðtalið lýsa óheiðarleika.

Í sama hlaðvarpi, Skoðanabræðrum, lýsti Heiðar þungum áhyggjum af áhrifum síaukins fjölda erlendra íbúa á tungu og menningu samfélagsins. Varaði hann við óafturkræfum áhrifum á samfélagið. Heiðar sagði meðal annars (í endursögn mbl.is):

„Það þarf að skoða þetta núna vegna þess að ís­lensk menn­ing og ís­lensk tunga er ástæða þess að ég er hérna. Það er það sem bind­ur mig við mína fjöl­skyldu og mína heima­haga og annað þvíum­líkt. Þannig að ef því slepp­ir og ég verð ein­hvern veg­inn gest­ur í eig­in landi þar sem all­ir tala bara ensku eða ein­hver önn­ur tungu­mál, þá myndi ég ekki búa hér. Þannig að ef við ætl­um að leyfa þess­ari fólks­fjölg­un að eiga sér stað á þess­um for­send­um, að ís­lenska og ís­lensk menn­ing sé ekki sam­nefn­ari held­ur bara að þetta sé ein­hvern veg­inn alls kon­ar, þá er útséð með ís­lenska þjóð. Ég er ekki að tala um Ísland fyr­ir Íslend­inga, en bara þenn­an menn­ing­ar­heim sem við höf­um búið í hérna í 1200 ár.“

Eiríkur gagnrýndi orð Heiðars og sagði hann ala á útlendingaandúð undir formerkjum málverndar. Þetta telur Snorri lýsa óheiðarleika af hálfu Eiríks:

„Ef þú lest það sem Heiðar seg­ir og enn frem­ur ef þú hlust­ar á það þá raun­veru­lega, og ég er ekki að þykj­ast vera heimsk­ur, þá finn ég ekki hvar út­lend­inga­andúðin er. Hann er bara að velta þessu upp. Þetta eru breyt­ing­ar sem eru að verða. Hvað finnst okk­ur um það, er hann að segja,“ seg­ir Snorri í endursögn mbl.is á hlaðvarpsþættinum.

Hann segir ennfremur:

„Ég veit að Ei­rík­ur er mjög menntaður maður og mjög van­ur því að lesa texta. Þannig að ég hugsa bara: Er þetta heiðarlegt mat hans að það sé út­lend­inga­andúð í því að benda á þetta? Vegna þess að Heiðar tal­ar aldrei um út­lend­ing­ana. Hann er ekk­ert að tala um þá, þeirra eig­in­leika eða þeirra menn­ingu eða neitt þannig. Mér finnst þetta bara óheiðarlegt.“

Snorri segir að Eiríkur hafi mjög sterkar hugmyndir um hvernig beri að nálgast málvernd: „Hann er mikið að passa tón­inn hjá öðrum. Hann er kannski efn­is­lega sam­mála fólki en mikið að passa tón­inn. En hann hef­ur unnið mikið starf við að vekja at­hygli á þessu mál­efni.“ – Hann segir ennfremur: „Það er ekki leng­ur töluð ís­lenska í búðum og ef þú hring­ir á pítsustað eða eitt­hvað slíkt, þá er rosa­leg­ur hluti ís­lensks sam­fé­lags núna kom­inn á ensku. Ég er ekki ánægður með það og það eru marg­ir sem eru ekki ánægðir með það.“ – Segir hann að Heiðar hafi fullan rétt á að tala um þessa þróun sem blasi við.

„Óheiðarleg ásökun“

Eiríkur brást við þessari gagnrýni í gærkvöld með nokkuð löngum pistli á Facebook-síðu sinni. Segir hann ásökun Snorra í sinn garð vera óheiðarlega:

„Með því að tala um „útlendingaandúð undir formerkjum málverndar“ var ég að lýsa þeirri tilfinningu sem ég fékk við lestur viðtalsins og byggði á ýmsum atriðum í orðalagi og framsetningu. Af viðbrögðum við færslu minni að dæma var ég ekki einn um þá tilfinningu, en vissulega kom líka fram að ýmsum fannst þetta ekki rétt. Ég geri enga athugasemd við það – það er ekkert óeðlilegt við að fólk túlki texta á mismunandi hátt og ég geri enga kröfu til þess að mín túlkun sé talin réttari en aðrar, og það má alveg reyna að sannfæra mig um að ég hafi rangt fyrir mér. Ég ætlast hins vegar til þess að því sé trúað að það sem ég segi sé einlæg tilfinning mín en ekki sett fram gegn betri vitund af einhverjum annarlegum hvötum. Það finnst mér óheiðarleg ásökun.“

Hann segir það hins vegar vera rétt hjá Snorra að hann hafi ákveðnar hugmyndir um hvernig hann telji best að vinna að málverndun:

„Ég hef ákveðnar hugmyndir um hvernig eigi að berjast fyrir íslenskunni. Þær felast í því að það skuli gert með jákvæðni, umburðarlyndi og virðingu fyrir fólki að leiðarljósi, en ekki með leiðréttingum, umvöndunum, yfirlæti og þjóðrembu. Það má ekki gerast að eðlileg umhyggja fyrir íslenskunni, og áhyggjur af stöðu hennar, snúist upp í andúð gegn útlendingum og ég hef iðulega lagt áherslu á það. Ef þetta er það sem átt er við þegar sagt er að ég sé „að passa tóninn“ skammast ég mín ekkert fyrir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“