fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Pressan

Myndband sýnir hrottalegu stundina þegar eldgosið á Whakaari hófst og ferðamennina á flótta – Ferðaskrifstofur svara nú til saka fyrir 22 andlát

Pressan
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 18:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamenn á eldfjallaeyjunni Whakaari  við Nýja-Sjáland áttu fótum sínum fjör að launa þegar eldgos hófst í desember árið 2019.

Eyjan var vinsæll ferðamannastaður enda þekkt fyrir eldvirkni. Þegar eldgosið hófst voru 47 manns á eyjunni. 22 létu lífið, ýmist á staðnum eða af áverkum sem þau hlutu. 25 til viðbótar slösuðust og þurftu flest þeirra að leita sér aðhlynningar vegna alvarlegra brunasára. Um var að ræða sprengigos.

Í kjölfarið fór fram rannsókn sem leiddi til þess að fjöldi ferðaskrifstofa, sem og ríkis- og rannsóknastofnanir, voru sökuð um að hafa stofnað öryggi starfsmanna og ferðamanna í hættu.

Hefur myndefni frá þessum örlagaríka degi, verið spilað í dómsal, en þar má sjá ferða- og leiðsögumenn átta sig á alvarleika aðstæðna og reyna að koma sér undan.

Engir ferðamenn hafa komið til Whakaari síðan eldgosið átti sér stað. Á myndbandinu má sjá hvar fólk reynir að bjarga sér undan gosinu, en fyrr í þessari viku hófst málflutningur í sakamáli gegn þremur ferðaskrifstofum og forsvarsmönnum þeirra, en þeim er gert að sök að hafa brotið öryggisferla í aðdraganda eldgossins. Óróapúls hafi greinst frá fjallinu í nokkrar vikur áður en eldgosið hófst, og þetta hafi verið vel þekkt staðreynd. Engu að síður hafði ferðaskrifstofurnar virt þær upplýsingar að vettugi, en eldfjallið var metið á viðbúnaðarstigi 2 sem gefur til kynna að auknar líkur séu á eldvirkni.

Verði ferðaskrifstofurnar fundnar sekar gætu þau þurft að greiða gífurlegar sektir í ríkissjóð, en reiknað er með að málflutningur taki um fjóra mánuði.

Ein þeirra sem slösuðust í eldgosinu er Bandaríkjakonan Lauren Urey, en hún sagði fyrir dómi að hún hafi verið sannfærð um að hún og maður hennar væru feig.

„Hann öskraði af kvölum. Ég hafði aldrei heyrt hann öskra svona áður. Ég man að hann sagði að honum þætti þetta leitt. Ég man að ég öskraði af sársauka. Líkaminn minn sauð. Ég sagði við hann – Ég elska þig svo mikið. Ég mun deyja í dag. Ég var viss um að við værum að fara að deyja og ef sú væri raunin vildi ég deyja við hlið hans.“

Hún og maður hennar voru í brúðkaupsferð sinni, en Lauren segir að þau hafi haft áhyggjur af mögulegri eldvirkni en leiðsögumaður þeirra hafi fullvissað þau um að engin hætta væri á ferðinni. Á eyjunni væri viðvörunarkerfi sem myndi láta vita 10 mínútum áður en eldgos hæfist. Sú varð þó ekki raunin. Hún hafi verið að njóta sín á eyjunni þegar samferðamaður benti á eldgosið sem var þegar hafið. Þá hafi margir ekki áttað sig á hættunni heldur tekið upp myndavélar til að mynda náttúruhamfarirnar. Þar til leiðsögumaðurinn öskraði á þau að hlaupa.

Maður hennar, Matt, lifði einnig af og bar vitni í málinu. Þau hlutu bæði alvarleg brunasár og þurftu að verja dágóðum tíma á sjúkrahúsi. Matt brann á yfir helming líkamans og Lauren hefur þurft að gangast undir um það bil eina aðgerð í hverjum mánuði seinustu þrjú árin vegna sinna áverka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Andlát ungs barns í tengslum við trúarlega föstu veldur mikilli reiði

Andlát ungs barns í tengslum við trúarlega föstu veldur mikilli reiði
Pressan
Í gær

Trump bregst enn og aftur illa við spurningu frá blaðamanni – „Þú ættir að skammast þín“

Trump bregst enn og aftur illa við spurningu frá blaðamanni – „Þú ættir að skammast þín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hefur lokað dyrunum fyrir flóttafólki – En hann gerir undantekningu fyrir þennan hóp hvíts fólks

Trump hefur lokað dyrunum fyrir flóttafólki – En hann gerir undantekningu fyrir þennan hóp hvíts fólks
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörgæs olli því að þyrla hrapaði

Mörgæs olli því að þyrla hrapaði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fólk er farið að ganga af göflunum vegna smeðjulegrar gervigreindar – Telja sig útvalin og með dulræna hæfileika

Fólk er farið að ganga af göflunum vegna smeðjulegrar gervigreindar – Telja sig útvalin og með dulræna hæfileika
Pressan
Fyrir 3 dögum

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin