fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Rússneskur hershöfðingi segist hafa verið rekinn eftir að hafa gagnrýnt ráðuneytið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 09:00

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands og herforingjar í bakgrunni. Mynd/Reuters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski hershöfðinginn Ivan Popov segist hafa verið rekinn úr starfi eftir að hann gagnrýndi rússneska varnarmálaráðuneytið. Popov var yfirmaður rússneska hersins í suðurhluta Úkraínu.

CNN segir að hann hafi verið rekinn úr starfi fyrir að gagnrýna ráðuneytið fyrir að styðja ekki nægilega vel við bakið á hermönnum.

Hann stýrði þeim herdeildum sem hafa barist í Zaporizjzja og einn hæst setti rússneski hershöfðinginn sem hefur komið að innrás Rússa í Úkraínu.

Popov birti hljóðupptöku á Telegram þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af skorti á skotfærum og njósnasveitum auk „fjöldadauða bræðra okkar og tjóns af völdum stórskotaliðs óvinarins“.

„Ég hef einnig vakið athygli á fjölda annarra vandamála og skýrt frá þeim á æðstu stöðum án þess að skafa nokkuð utan af hlutunum,“ sagði hann að sögn CNN.

Þetta fór illa í Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sem er sagður hafa rekið hann úr starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar