fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Suður-Kórea lokar einni helstu tekjulind Norður-Kóreu

Hætta starfsemi á Kaesong-svæðinu í kjölfar eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna – Eina samstarf þjóðanna að ljúka

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. febrúar 2016 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suður-Kóreumenn hafa ákveðið að hætta allri starfsemi á Kaesong-svæðinu í kjölfar kjarnorku og eldflaugatilrauna nágranna þeirra í Norður-Kóreu.

Kaesong er iðnaðarsvæði í Norður-Kóreu, rétt við landamæri landanna, en svæðinu er sameiginlega stjórnað af Norður- og Suður-Kóreu. Þar með lýkur eina samstarfi þjóðanna á Kóreuskaganum.

Frá þessu er greint á vef BBC en ákvörðunin er liður í refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu.

Á svæðinu eru 127 fyrirtæki frá Suður-Kóreu með starfsemi og hafa þau notað ódýrt vinnuafl frá Norður-Kóreu við ýmiskonar framleiðslu. Svæðið er afar mikilvægt fyrir efnahag Norður-Kóreu og ein helsta tekjulind þjóðarinnar. Ljóst er að Norður-Kórea mun verða af hundruð milljónum dollara vegna aðgerða nágranna sinna í Suður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa