fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Pressan

Þetta þorp bannar fyrirferðarmiklum þjóðfélagshópi að búa þar

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorpið Umoja í norðurhluta Kenýa er eins og fleiri þorp í landinu aðallega byggt kofum. Íbúar klæðast hefðbundnum afrískum fatnaði og lifa lífi í anda þess sem ættbálkasamfélög víða um Afríku hafa lifað í þúsundir ára. Það er þó eitt sem skilur Umoja frá öðrum þorpum, bæjum og borgum í Kenýa og raunar um allan heim. Í þorpinu búa engir karlmenn.

Í umfjöllun CNN  kemur fram að Umoja þýði eining á tungumálinu Kiswahili og það sé greinilega kjörorð þorpsins. Umoja var upphaflega sett á fót árið 1990 fyrir konur af Samburu-ættbálknum sem voru að flýja kynbundið ofbeldi. Konum á öllum aldri er heimil búseta en körlum er bannað að búa í þorpinu. Hugmyndin með banninu er að skapa öruggt umhverfi fyrir stúlkur og konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og verið útskúfað af fjölskyldum sínum, eru að flýja barnahjónabönd eða umskurð á kynfærum.

Íbúafjöldi þorpsins hefur verið breytilegur en þegar mest hefur verið hafa búið þar um 50 fjölskyldur sem samanstanda af konum og börnum þeirra. Þorpið er að mestu sjálfbært og íbúarnir hljóta m.a. fræðslu um réttindi sín og kynbundið ofbeldi. Karlkyns börn kvennanna í þorpinu fá að búa þar fram að 18 ára aldri.

Ljósmyndarinn Paul Ninson er frá Ghana og er karlmaður. Hann frétti af þorpinu í gegnum bloggfærslu og heimsótti það árið 2017 en honum fannst mikilvægt að saga þorpsins yrði sögð út frá afrísku sjónarhorni.

Hann segir að hann hafi þurft að sannfæra konurnar í þorpinu um að leyfa sér að koma í heimsókn en eftir að hann skýrði út fyrir þeim að hann vildi taka myndir og segja sögu þeirra buðu þær hann velkominn.

Íbúar þorpsins lifa ekki við ríkidæmi. Konurnar vinna fyrir mat og menntun barna sinna og þeirra sjálfra. Þetta gera þær einkum með því að selja gestum á tjaldstæði um kílómetra frá þorpinu, sem geta heimsótt það gegn gjaldi, skartgripi og aðra muni sem þær hafa búið til.

Mikil áhersla er lögð á að allar konurnar í þorpinu séu jafn réttháar og þær taka allar ákvarðanir, sem varða þorpið, í sameiningu.

Ninson ætlar sér að heimsækja Umoja aftur. Hann segir markmið sitt með ljósmyndun sinni að tengja fólk hvert við annað og umheiminn. Hann trúir á mátt þess að segja sögu staða og fólks. Það geti sameinað fólk og hjálpað okkur öllum að sjá heiminn í nýju ljósi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórar ungar stúlkur voru myrtar á hrottalegan hátt – Nú telur lögregla sig vita hver var að verki

Fjórar ungar stúlkur voru myrtar á hrottalegan hátt – Nú telur lögregla sig vita hver var að verki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Systur fundnar á lífi eftir að hafa verið saknað í 36 ár – Sást seinast til þeirra rétt áður en móðir þeirra var myrt

Systur fundnar á lífi eftir að hafa verið saknað í 36 ár – Sást seinast til þeirra rétt áður en móðir þeirra var myrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þetta vitum við um manninn sem framdi voðaverkið í Michigan í gær

Þetta vitum við um manninn sem framdi voðaverkið í Michigan í gær
Pressan
Fyrir 6 dögum

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?