fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Helgi sakar Morgunblaðið um ósannindi og atvinnuróg

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Skrif mbl.is í dag um skiptafund í búi Torgs er mestmegnis slúður og hrein ósannindi. Sumt af því sem kemur þar fram er beinlínis atvinnurógur,“ segir Helgi Magnússon, aðaleigandi Fjölmiðlatorgsins, sem gefur út DV, og helsti kröfuhafi í bú þrotabú Torgs, sem gaf út Fréttablaðið. Vísir greinir frá.

Helgi gerir alvarlegar athugasemdir við tvennt í frétt mbl.is í morgun um málefni Torgs. Annars vegar er þar fullyrt að skiptastjóri Torgs ehf, Óskar Sigurðsson, hafi hafnað tæplega milljarðs kröfu Helga í þrotabúið. Þetta segir Helgi vera alrangt. Segir hann að krafan sé athugasemdalaust á lista yfir almennar kröfur sem lagður var fram á fundinum. „Kröfu Hofgarða var ekki hafnað, þetta vita þeir sem sátu fundinn,“ segir Helgi í viðtali við Vísi.

Hins vegar hafnar Helgi með öllu þeim fréttaflutningi mbl.is að til skoðunar sé að rifta kaupum Hofgarða á vörumerkjum og réttindum Torgs, þar á meðal DV. „Kaupin voru þá greidd að fullu á háu verði. Skiptastjóri fór ítarlega yfir rekstur búsins á fundinum í gær allt frá upphafi og gat um helstu aðgerðir og atburði sem varða uppgjör búsins. Þar var ekkert minnst á umrædda riftun sem ranghermt var á mbl.is,“ segir Helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“