fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Mikil skjálftavirkni við Fagradalsfjall – Yfir þúsund skjálftar riðið yfir – Almannavarnir funda í dag

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 05:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil skjálftavirkni hefur verið í Fagradalsfjall í nótt og fundu höfuðborgarbúar vel fyrir jarðhræringunum. Samkvæmt bráðabirgðamælingum Veðurstofu Íslands var stærsti skjálftinn sem reið yfir í nótt 3,6 á Richterskvarða að stærð. Enginn merki eru þó um gosóróa.

Á vef Veðurstofunnar má sjá að yfir þúsund skjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá klukkan fjögur í gær og má búast við að skjálftavirknin haldi áfram í dag.

Land hefur verið að rísa við Fagradalsfjall síðan í byrjun apríl og hefur það verið um 1 cm á mánuði þar sem það er mest. Gæti það bent til innflæðis kviku undir fjallinu og benda líkindareikningar til þess að það sé á 15 kílómetra dýpi. Þá hefur einnig verið afmarkað merki um að land sé að síga við Reykjanestá. Slíkt sig hefur verið viðvarandi út af jarðhitavinnslu á svæðinu en undanfarið hefur hert á því. Telja sérfræðingar ekki útilokað að það tengist annarri virkni á Reykjanesskaga.

Veðurstofan hefur boðað til fundar með almannavörnum í fyrramálið til að fara yfir stöðuna og er almenningi ráðlagt að halda sér frá svæðinu í dag, til vonar og vara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Í gær

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn