fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Birna hætt sem bankastjóri Íslandsbanka – Jón Guðni tekur við starfinu

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 28. júní 2023 06:13

.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hefur ákveðið að láta af störfum sem bankastjóri eftir að bankinn þurfti að greiða 1,2 milljarða króna sekt vegna brota á reglum og lagaákvæðum í tengslum við sölu á um fjórðungshlut ríkisins í bankanum í mars í fyrra. Jón Guðni Ómarsson tekur við sem bankastjóri.

Í yfirlýsingu kemur fram að Birni hafi ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi svo ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands.“

Með því segist Birna axla ábyrgð á sínum þætti málsins. Hún segir að umræðan hafi verið óvægin undanfarna daga og ýmsum stjórnmálamönnum verið tíðrætt um afsögn hennar en hún óskar þeim velfarnaðar í þeirra störfum.

Jón Guðni hef­ur starfað hjá Íslands­banka og for­ver­um hans frá ár­inu 2000 og gegnt starfi fram­kvæmda­stjóra fjár­mála bank­ans frá 2011. Hann mun áfram gegna stöðu fram­kvæmda­stjóra fjár­mála þar til ráðið hef­ur verið í þá stöðu.

Jón Guðni Ómarsson

Fyr­ir hönd stjórn­ar vil ég þakka Birnu Ein­ars­dótt­ur fyr­ir mörg far­sæl ár í starfi hjá bank­an­um. Birna hef­ur byggt upp sterk­an banka og öfl­uga liðsheild sem við mun­um áfram búa að. Hún hef­ur að sönnu verið hreyfiafl og haldið gild­um um jafn­rétti, fjöl­breyti­leika og sjálf­bærni á lofti inn­an sem utan fyr­ir­tæk­is­ins. Við ósk­um Birnu velfarnaðar í framtíðinni,“ er haft eft­ir Finni Árna­syni, stjórn­ar­for­manni Íslands­banka.

„Stjórn bank­ans þekk­ir vel til starfa Jóns Guðna sem hef­ur yf­ir­grips­mikla reynslu af störf­um á fjár­mála­markaði og mun leiða bank­ann á þeirri veg­ferð sem framund­an er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“