fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Einn ríkasti maður Pakistan um borð í týnda kafbátnum ásamt syni sínum – 50 klukkustundir til stefnu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. júní 2023 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shahzada Dawood, einn ríkasti maður Pakistan, er um borð í kafbátnum Titan, sem nú er týndur í miðju Atlantshafi, ásamt nítján ára syni sínum Sulaiman Dawood.

Eins og greint var frá í gær var kafbátnum ætlað að kafa niður að hinu goðsagnarkennda flaki Titanic þegar sambandið við leiðangursskipið, The Polar Prince, rofnaði.

Um borð eru fimm einstaklingar, tveir starfsmenn og síðan þrír ferðamenn, sem ólmir vildu berja flakið goðsagnarkennda augum. Auk Dawood feðganna er milljarðamæringurinn Hamish Harding, stjórnarformaður Action Aviation í Dubai. Sá er mikill ævintýramaður og er meðal annars handhafi heimsmets um þann einstakling sem hefur náð að kafa niður á mesta dýpið.

Einnig um borð er hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður auk þess sem talið er að Stockton Rush, framkvæmdastjóra fyrirtækisins OceanGate, sem gerir út ferðirnar, sé um borð.

Um var að ræða aðeins þriðju ferð fyrirtækisins að Titanic-flakinu og sú eina sem var ráðgerð í ár. Tvær slíkar eru á dagskrá á næsta ári.

 

Shahzada Dawood ásamt eiginkonu sinni Christine. Fjölskyldan er búsett í Bretlandi.

Ferðirnar  eru aðeins á færi útvaldra. Þannig kostar túrinn tæpar 35 milljónir króna á mann, eða 250 þúsund dollara, en alls varir hann í tíu daga. Inni í því verði er ferð niður að skipsflakinu í kafbátnum en köfunin tekur allt að 10 klukkustundir þó að súrefnisbirgðirnar dugi í 96 klukkustundir, eins og áður segir.

Nú er hins vegar aðeins 50 klukkustundir til stefnu að bjarga kafbátnum og er útlitið afar svart.  Það er nefnilega ekki bara súrefnisleysið sem að fólkinu í kafbátnum gæti stafað hætta af. Ef kafbáturinn er enn fastur á hafsbotni, mögulega kræktur í flak Titanic, þá yrði kuldinn inni í hylkinu fljótlega lífshættulegur.

Vonir standa til að kafbáturinn hafi náð til yfirborðsins og sé þar á reki, sambandslaus við umheiminn. Ef báturinn er hins vegar fastur í Titanic-flakinu eða hefur sokkið á hafsbotninn þá er nánast útilokað að hægt verði að bjarga ferðalöngunum.

 

Hamish Harding skellti sér meðal annars í túr út í geim nýlega

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Banaslys á Reykjanesbraut: Var ofurölvi þegar ekið var á hann

Banaslys á Reykjanesbraut: Var ofurölvi þegar ekið var á hann
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag
Fréttir
Í gær

Gestur Bláa lónsins ósáttur með viðbrögðin við harmleiknum í gær – „Ég hef aldrei nokkurn tímann verið jafn kjaftstopp“

Gestur Bláa lónsins ósáttur með viðbrögðin við harmleiknum í gær – „Ég hef aldrei nokkurn tímann verið jafn kjaftstopp“
Fréttir
Í gær

Björn ómyrkur í máli: Ísland dýrasta ferðamannaland í heimi – Vont gæti versnað verði þetta að veruleika

Björn ómyrkur í máli: Ísland dýrasta ferðamannaland í heimi – Vont gæti versnað verði þetta að veruleika
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Pabbi, má ég innrétta bílskúrinn? Ég fékk ekki lán fyrir 60 fermetra íbúð. Ég er bara með 900.000 í mánaðarlaun“

„Pabbi, má ég innrétta bílskúrinn? Ég fékk ekki lán fyrir 60 fermetra íbúð. Ég er bara með 900.000 í mánaðarlaun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún sendir Miðflokknum pillu – „Eigingjarnt, einfeldnislegt og skammsýnt“

Þórdís Kolbrún sendir Miðflokknum pillu – „Eigingjarnt, einfeldnislegt og skammsýnt“