fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Spenna eiginmannsins yfir framhjáhaldi hennar vakti grunsemdir

Fókus
Þriðjudaginn 6. júní 2023 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég kyssti vinkonu mína og eiginmaðurinn minn elskaði það.“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

„Það var eins og þetta hafi kveikt einhvern neista hjá honum. Á þeim tíma spáði ég ekki meira í þessu en því meira sem ég hef hugsað um þetta þá hef ég velt því fyrir mér hvort það liggi eitthvað meira að baki spennunnar,“ segir hún.

Konan er 45 ára og eiginmaður hennar er 50 ára. Þau hafa verið gift í 20 ár.

„Sambandið okkar hefur alltaf verið frábært en ég get ekki sagt að við höfum einhvern tíma verið ævintýragjörn í svefnherberginu. Það hefur aldrei truflað mig en eitthvað breyttist fyrir tveimur vikum.“

Viðbrögð hans komu henni á óvart

Konan var þá úti að skemmta sér með vinkonum sínum. „Þetta gerðist svo hratt en ég fann að ég laðaðist að vinkonu minni. Við urðum nánari með kvöldinu og í lok kvöldsins deildum við nokkrum ástríðufullum kossum. Við höfum ekki talað um þetta síðan en ég hef verið að hugsa mikið um það,“ segir hún.

Hún ákvað að segja eiginmanni sínum frá þessu. „Ég vildi vera hreinskilin við hann. Viðbrögðin hans komu mér á óvart en hann lét eins og hann hafi unnið í happdrætti. Hann var ótrúlega spenntur og við enduðum með að stunda æðislegt kynlíf,“ segir hún.

Hún hugsaði ekki meira um þetta þar til fyrir nokkrum dögum. „Ég hef verið að hugsa, mig hefur alltaf grunað að eiginmaður minn og umrædd vinkona laðist að hvort öðru. Fyrir nokkrum árum síðan fannst mér þau láta eitthvað grunsamlega, þetta var á sama tíma og hann var mjög „upptekinn í vinnu“. Nú grunar mig að þau hafi verið að halda framhjá á þeim tíma. Gæti það verið ástæðan fyrir því að hann hafi orðið svona spenntur?“

Ráðgjafinn svarar og gefur henni ráð:

„Það er engin leið að vita hvað hafi gerst á milli þeirra nema þú talir við eiginmann þinn. Það á bara eftir að særa þig að ímynda þér einhverjar aðstæður. Fáðu hann til að setjast niður með þér og spurðu hann rólega út í þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Í gær

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“