fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

„Dáinn“ þýskur auðjöfur er hugsanlega á lífi – Talinn hafa sést í Rússlandi

Pressan
Föstudaginn 2. júní 2023 06:44

Karl-Erivan Haub. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl-Erivan Haub, þáverandi forstjóri Tengelmann, hvarf sporlaust þegar hann var í skíðaferð í Zermatt í Sviss 2018. Þrátt fyrir margra daga leit fannst hvorki tangur né tetur af honum.

2021 úrskurðaði dómstóll í Köln hann látinn en kannski er hann ekki dáinn. Stern segir að að hann hafi sést í Moskvu, höfuðborg Rússlands.

Stern segist einnig vera með upptökur eftirlitsmyndavéla frá 2021 þar sem Haub sést í Moskvu. Blaðið fékk upptökurnar frá aðila sem hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna FSB.

Blick segir að samkvæmt rannsókn, sem var gerð með ákveðnum hugbúnaði, þá séu 90% líkur á að maðurinn á upptöku eftirlitsmyndavélanna sé Haub. En ekki er hægt að útiloka að upptökurnar séu falsaðar.

Saksóknarar í Köln hafa fengið gögn málsins send og íhuga nú að sögn að fara fram á að dánarúrskurðurinn verði felldur úr gildi.

Árum saman var orðrómur á kreiki um tengsl Haub við Rússland og rússneskar leyniþjónustustofnanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni