fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Maður fyrir dóm vegna rangra sakargifta á hendur fyrrverandi sambýliskonu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 1. júní 2023 15:58

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun, föstudaginn 2. júní, verður aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjaness í máli manns sem Héraðssaksóknari hefur ákært fyrir rangar sakargiftir gegn fyrrverandi sambýliskonu mannsins.

Er maðurinn sakaður um að hafa veitt rangan framburð hjá yfirvöldum í því skyni að konan yrði að ósekju sökuð um refsiverðan verknað. Hafi hann að tilefnislausu sakað hana um þjófnað, fjársvik og skjalafals.

Ákæran er í tveimur liðum og er maðurinn annars vegar sakaður um rangan framburð hjá lögreglstjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi hann ranglega sakað konuna um að hafa stolið farsíma og greitt fyrir vörur á sölusíðu með greiðslukorti hans. Leiddi þessi framburður til lögreglurannsóknar og var tekin skýrsla af konunni sem hafði réttarstöðu sakbornings.

Hins vegar er maðurinn sakaður um rangan framburð hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Segir orðrétt í ákæru: „Þann D með röngum framburði hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sakað Y um skjalafals, með því að hafa föstudaginn D og þriðjudaginn D sama ár í blekkingarskyni ritað og framvísað sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu tvær greinargerðir í máli sýslumanns er varðaði umgengni við sameiginlegt barn þeirra, sem leiddi til þess að lögreglan hóf rannsókn á máli N.“

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir hönd konunnar er gerð krafa um miskabætur upp á 2,5 milljónir króna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kristján Georg ákærður fyrir skattsvik – Rak áður kampavínsklúbba og var sakfelldur fyrir innherjasvik í Icelandair

Kristján Georg ákærður fyrir skattsvik – Rak áður kampavínsklúbba og var sakfelldur fyrir innherjasvik í Icelandair
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigmundur Davíð blandar sér í stóra fermingarfræðslumálið – „Stappar nærri sturlun“

Sigmundur Davíð blandar sér í stóra fermingarfræðslumálið – „Stappar nærri sturlun“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Eigandi RE/MAX ákærður fyrir markaðsmisnotkun

Eigandi RE/MAX ákærður fyrir markaðsmisnotkun
Fréttir
Í gær

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“
Fréttir
Í gær

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025