fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Wagnerliðar snúa heim úr stríðinu sem hetjur – Ekki taka allir þeim opnum örmum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. júní 2023 04:15

Nokkrir liðsmenn Wagnerhópsins. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 50.000 rússneskir fangar hafa gengið til liðs við Wagner-málaliðafyrirtækið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Þeim er heitið launum og sakaruppgjöf eftir sex mánaða þjónustu hjá Wagner í Úkraínu. Sakaruppgjöfin er þó háð því að þeir sleppi lifandi í gegnum þessa sex mánuði en margir þeirra hafa ekki náð þeim áfanga. Talið er að tugir þúsunda Wagnerliða hafa fallið í stríðinu.

En þeir sem komast lifandi í gegnum mánuðina sex snúa heim til Rússlands að þeim loknum sem frjálsir menn. Ekki taka allir þeim opnum örmum og margir hræðast þá. Sögum af níðingsverkum heimsnúinna Wagnerliða fer fjölgandi með degi hverjum.

Ein þeirra er til dæmis um Ivan Rossomakhin sem sneri heim í þorpið sitt í Vjatka-héraðinu eftir að hafa barist í Úkraínu. Hann var dæmdur í 14 ára fangelsi árið 2020 fyrir morð en eins og tugir þúsunda annarra fanga tók hann tilboðinu um að ganga til liðs við Wagner og fá sakaruppgjöf eftir sex mánuði.

Hann sneri heim í lok mars sem stríðshetja sem hafði verið heiðruð. En heimkoma hans fór ekki fram hjá mörgum og gekk ekki hljóðalaust fyrir sig.

„Hann var með hníf og öxi í höndunum. Hann gekk um öskraði: „Ég drep alla. Ég drep alla fjölskylduna.“,“ sagði einn þorpsbúa í samtali við Dozid sjónvarpsstöðina.

Skelkaðir þorpsbúar kröfðu lögreglumann þorpsins um skýringu á þessu en hann var mjög meðvitaður um hversu alvarlegt málið var. „Maður getur reiknað með hverju sem er frá þessu ruddamenni,“ sagði hann á íbúafundi.

En hann gat í raun ekkert aðhafst því Rossomakhin hafði hlotið heiðursmerki og verið náðaður eftir kúnstarinnar reglum samkvæmt reglugerð undirritaðri af Vladímír Pútín.

Enginn gat því stöðvað hann og að lokum réðst hann á 85 ára konu og myrti.

Meduza, sem er rússneskur fjölmiðill starfræktur utan Rússlands, sagði frá Yevgeny Khotkov sem hafði hlotið dóma fyrir innbrot og fíkniefnabrot. Hann birtist á heimaslóðum í Novosibrisk eftir að hafa barist í Úkraínu í sex mánuði. Eftir heimkomuna lenti hann í útistöðum við nágranna sinn en fjölskylda hans segir að Khotkov hafi ógnað manninum og ráðist á hann.

Nágranninn náði í skotvopn og drap Khotkov og vin hans sem tók þátt í árásinni. Íbúar á svæðinu eru nú að safna undirskriftum til að reyna að koma í veg fyrir að nágranninn verði ákærður. Þeir telja hann hafa drepið mennina í sjálfsvörn.

Þess eru nú þegar farin að sjást merki í Rússlandi að stríðið hafi haft aukningu ofbeldisglæpa í för með sér en ofbeldisglæpum fækkaði stöðugt undanfarna tvo áratugi.

Á síðasta ári fjölgaði morðum í landinu um 4% og voru 7.628.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt