fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Pressan

Vísindamenn fundu elstu þekktu ummerkin um eldamennsku Evrópubúa

Pressan
Laugardaginn 3. júní 2023 21:00

Neanderdalsmaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir allt að 250.000 árum gætu forfeður okkar, sem bjuggu í Evrópu, hafa setið í kringum bálkesti og eldað mat. Ef þetta er rétt, þá er þetta 50.000 árum fyrr en áður var talið.

Tegundir manna hafa lengið verið tengdar eldi og sumar uppgötvanir vísindamanna benda til menn hafi náð tökum á eldi fyrir rúmlega 700.000 árum í Afríku og Miðausturlöndum og fyrir að minnsta kosti 400.000 árum síðan í Evrópu.

Nú segjast vísindamenn hafa fundið elstu þekktu ummerkin um notkun elds, sem fólk notaði til að safnast saman við og hita mat, í Evrópu.

„Þetta eru elstu þekktu ummerkin um eld, sem menn stjórnuðu, sem var notaður við eldamennsku og félagslegar athafnir,“ sagði Dr Clayton Magill, prófessor við Heriot-Watt háskólann, höfundur rannsóknarinnar.

The Guardian segir að hann hafi bent á að fyrri rannsóknir bendi til að fólk hafi „skipulagt“ elda í Evrópu fyrir 200.000 árum en það er byggt á því að eldarnir hafi verið kveiktir viljandi og notaðir í ákveðnum tilgangi. Nú hafi 50.000 ár bæst við þessa tölu.

Magill byggir niðurstöður sínar á vettvangsrannsóknum í Valdocarros II, sem er austan við Madrid. Ummerki þar sýni að eldar hafi logað þar og verið 280 til 350 gráðu heitir og benti Magill á að þetta sé passlegur hiti til eldamennsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 4 dögum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekkst undir lífsnauðsynlega aðgerð: Eitt fór þó fram hjá læknum og afleiðingarnar voru hræðilegar

Gekkst undir lífsnauðsynlega aðgerð: Eitt fór þó fram hjá læknum og afleiðingarnar voru hræðilegar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játaði morð á föður sínum eftir 17 tíma yfirheyrslu: Síðar kom í ljós að faðirinn var alls ekki dáinn

Játaði morð á föður sínum eftir 17 tíma yfirheyrslu: Síðar kom í ljós að faðirinn var alls ekki dáinn