fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Forseti Kína segir yfirmönnum öryggismála að vera viðbúnir hinu versta

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 31. maí 2023 12:30

Xi Jinping, forseti Kína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í frétt CNN í morgun kemur fram að Xi Jinping, forseti Kína, hafi fyrirskipað æðstu embættismönnum landsins á sviði öryggismála að vera undirbúnir fyrir það versta sem gæti gerst.

Segir í fréttinni að ráðamenn í Kína séu markvisst að auka viðbúnað gagnvart ógnum sem kunni að steðja að bæði innanlands og utan.

Forsetinn lét þau orð falla á fundi þjóðaröryggisnefndar Kínverska kommúnistaflokksins að viðfangsefni sem varði þjóðaröryggi séu orðin flóknari en áður. Hann sagði að Kína þurfi að vera viðbúið verstu mögulegu aðstæðum sem kunni að koma upp í öryggismálum. Sagði forsetinn að líklegt væri að stormar væru framundan.

Fram kemur hjá CNN að þessar áherslur forsetans á hertan viðbúnað komi í framhaldi af auknum áskorunum sem hann og aðrir ráðamenn Kína standi frammi fyrir. Erfiðleikar kínversks efnahagslífs fari vaxandi og ráðamenn líti svo á að fjandskapur í garð Kína, á alþjóðavettvangi, hafi aukist.

Sagði forsetinn í ræðunni að Kína yrði að hraða nútímavæðingu þeirra innviða og búnaðar sem snerta þjóðaröryggi. Hann sagði að beina þyrfti sjónum að því að þetta allt nýttist sem best í beinum átökum.

Samkvæmt CNN hefur forsetinn, síðan hann komst til valda árið 2013, lagt mikla áherslu á þjóðaröryggi og staðið fyrir því að það verði gert miðlægt í öllu sem varðar stjórn kínverska ríkisins.

Hjá forsetanum varðar nánast allt þjóðaröryggi og svo virðist sem að það sé orðið helsta forgangsmál kínverskra stjórnvalda í stað efnahagslegs vaxtar. Auknar húsleitir og rannsóknir sem beinast að erlendum fyrirtækjum sem hafa starfsemi í Kína þykja rökstyðja slíkt mat.

Í áðurnefndri ræðu sagði forsetinn að Kína yrði markvisst að vinna að því að auka öryggi gagnvart umheiminum til að tryggja betur að samkipti við hann hefðu ekki vaxandi ógn í för með sér. Forsetinn sagði að stuðla yrði að samtvinnun efnahagslegrar þróunar og öryggis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Í gær

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Í gær

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Í gær

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“