fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Pressan

Báru kennsl á líkið eftir 37 ár – Nú er stóru spurningunni ósvarað

Pressan
Miðvikudaginn 31. maí 2023 22:00

Claudette Jean Zebolsky Powers

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1986 fannst ung kona myrt á tjaldsvæði í Warner Springs í Kaliforníu. Nú hefur loksins tekist að bera kennsl á konuna, 37 árum síðar.

CBS News skýrir frá þessu og segir að konan hafi heitið Claudette Jean Zebolsky Powers. Hún fæddist í Michigan 1962 og flutti til San Diego 1983 eða 1984. Fjölskylda hennar hafði ekki heyrt frá henni síðan í september 1984, tveimur árum áður en hún fannst myrt.

Lögreglunni tókst að komast að hver hún var með því að nota nýja tækni við rannsóknir á erfðaefni.

En nú er einni stórri spurningu ósvarað: Hver myrti hana?

„Það tók 37 ár að bera kennsl á hana, hver hún var, leysa þessa ráðgátu. Nú verðum við að sviðsetja allt líf hennar. Hvar bjó hún, hvar vann hún og hvern þekkti hún? Átti hún í sambandi við einhvern? Hverjir voru bestu vinir hennar? Þetta er alveg ný ráðgáta,“ sagði talsmaður lögreglunnar í samtali við KFMB-TV.

Laura Freese, systir Claudette, sagði í yfirlýsingu fyrir hönd fjölskyldu sinnar að henni sé illa brugðið. „Þetta hefur verið mjög erfitt fyrir fjölskylduna. Einhver veit hvað gerðist. Nágranni eða einhver annar sem þekkti hana veit hvað gerðist. Ef þú ert enn á lífi og veist hvað kom fyrir hana, vertu svo væn/n að gefa þig fram,“ segir í yfirlýsingunni.

Lögreglan rannsakar einnig annað andlát á svæðinu  á svipuðum tíma. Það var karlmaður sem fannst látinn. Ekki hefur enn tekist að bera kennsl á hann. talsmaður lögreglunnar sagði að málin geti hugsanlega tengst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi