fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

GRIPIÐ & GREITT er ný sjálfsafgreiðslulausn í Bónus – nýtt app heldur utan um innkaupasögu

Eyjan
Fimmtudaginn 25. maí 2023 14:26

Guðmundur Marteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Bónus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bónus hefur tekið í notkun GRIPIÐ & GREITT, nýja og þægilega sjálfsafgreiðslulausn. Þessi lausn gengur lengra en sjálfsafgreiðslulausnin sem felst í því að viðskiptavinir afgreiða sig sjálfir í sjálfsafgreiðslukössum við útgang verslana. Viðskiptavinir fá afhentan léttan og handhægan skanna við innganginn og geta því skannað vörurnar sínar beint ofan í pokann á leið sinni í gegnum verslunina.

„Þessi lausn á ekki að leysa aðrar afgreiðslulausnir af hólmi, heldur er um að ræða nýja þjónustuleið fyrir viðskiptavini okkar sem kjósa að afgreiða sig sjálfir. Það er mikið hagræði í því fyrir viðskiptavininn að þurfa ekki að meðhöndla sömu vöruna mörgum sinnum heldur skanna beint í pokann – handtökunum fækkar því til muna“, segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus.

Steinar J. Kristjánsson, upplýsingatæknistjóri Bónus, hefur leitt verkefnið áfram en að því koma innlendir og erlendir aðilar og hefur vinna við þetta staðið yfir síðustu mánuði. Að sögn Guðmundar er GRIPIÐ & GREITT ein stærsta innleiðing sem Bónus hefur ráðist í og ætlar Bónus að innleiða lausnina í áföngum.

„Við byrjum í áföngum, prófum þetta fyrst á Smáratorgi og svo detta búðirnar inn ein af annarri næstu mánuði ef viðskiptavinir taka vel í þetta. Þessi lausn þekkist víða í Evrópu og hefur gefið góða raun,“ segir Guðmundur.

Ferlið virkar einfaldlega þannig að fólk kemur að tækjavegg í búðinni, notar GRIPIÐ & GREITT vildarkort, sem viðskiptavinir nálgast í nýju Bónus appi, og fær úthlutað skanna. Skanninn fer vel í hendi en einnig er hægt að festa hann á innkaupakerru. Í grænmetis- og ávaxtakæli er sérstök snjallvog þar sem vörur eru vigtaðar og viðskiptavinir greiða eftir þyngd en ekki fjölda. Þegar verslunarferð lýkur fara viðskiptavinir á sérstakt GRIPIÐ & GREITT greiðslusvæði þar sem gengið er frá greiðslu.

„GRIPIÐ & GREITT byggir á trausti milli Bónus og viðskiptavinar og þannig viljum við hafa það“, segir Guðmundur. „Við fylgjumst þó með til öryggis og tökum stikkprufur. Viðskiptavinir geta átt von á því að starfsmaður framkvæmi svokallað þjónustueftirlit þar sem innkaup eru skoðuð að hluta eða í heild á greiðslusvæði. Þjónustueftirlitið á ekki að vera íþyngjandi fyrir viðskiptavini okkar og bara eðlilegur hluti af ferlinu, en afar mikilvægt til að tryggja að lausnin virki eins og hún á að gera.“

Samhliða GRIPIÐ & GREITT gefur Bónus út sitt fyrsta app þar sem viðskiptavinir munu geta séð vöruframboð, búið til innkaupalista sem hægt er að deila með vinum og vandamönnum og séð greiðslusögu sína á einfaldan hátt. Meðal upplýsinga sem verða aðgengilegar á „mínum síðum“ í appinu verður þannig verðlagsþróun í Bónus. Með því að fara yfir innkaupasögu sína geta viðskiptavinir fylgst með því hvernig verðlag í Bónus þróast í tíma. Allir strimlar verða aðgengilegir á „mínum síðum“ þegar full virkni er komin á appið, en sú vinna er á lokastigi að sögn Guðmundar.

„Við erum rétt að byrja og sjáum fyrir okkur að þróa appið áfram í takt við þarfir viðskiptavina okkar og bæta þjónustuna við þá enn frekar. Við bindum miklar vonir við GRIPIÐ & GREITT og gerum ráð fyrir að fólk muni taka þessum nýja valkosti fagnandi“ segir Guðmundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður