fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Töldu sig vera að ættleiða 6 ára stúlku – En kannski er sagan ekki þannig

Pressan
Þriðjudaginn 23. maí 2023 04:14

Natalia. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar bandarísku  hjónin Michael og Kristine Barnett ættleiddu barn í apríl 2010 töldu þau sig vera að fara heim frá Úkraínu með sex ára barn. En svo virðist sem svo hafi ekki verið og að hér sé um ansi flókna sögu að ræða.

Fjallað er um málið í heimildarmyndinni „The Curious Case of Natalia Grace“. Í henni segir Michael að fjölskyldan hafi verið misnotuð og að Natalia hafi gert líf þeirra að hreinu helvíti og meira að segja reynt að drepa þau.

Hjónin segja að stúlkan sem þau ættleiddu hafi ekki verið lítil stúlka heldur fullorðin kona.

Í stiklu sést Michael titrandi af reiði þegar hann segir frá hryllilegri lífsreynslu sinni tengdri Natalia.

Fljótlega eftir að þau komu heim fóru hlutirnir að breytast. Natalia fór að sýna af sér ofbeldisfulla hegðun og hjónin fór að gruna að hún væri fullorðin kona sem létist vera barn.

Þau settu fram lögformlega kröfu um að fá að breyta fæðingarári hennar. 2012 var fallist á þetta og breyttist aldur hennar þá úr 9 árum í 23 ár!

Í myndinni segja hjónin að Natalia hafi meðal annars hótað að stinga börn þeirra. „Hún reyndi að eitra fyrir og drepa konuna mína. Nótt eina opnaði ég augun og sá Natalia standa við rúmgaflinn með hníf í höndinni,“ segir Michael.

Sonur þeirra, Jake, segir að hann hafi upplifað mikið óöryggi þegar Natalia var nærri.

Eftir að aldri Natalia hafði verið breytt fóru hjónin til Kanada með sonum sínum þremur því sá elsti, Jake, var að byrja háskólanám þar.

Fjölskyldan hafði útvegað Natalia íbúð í Layfetta í Indiana. Þau voru kærð fyrir vanrækslu fyrir að skilja hana eina eftir þrátt fyrir að fallist hefði verið á kröfu þeirra um að breyta skráðum aldri hennar. Þau voru síðar sýknuð af ákærunni sem hafði í millitíðinni verið breytt í að þau hefðu skilið bjargarvana manneskju eftir eina í þrjú ár. Natalia er dvergvaxin, aðeins um 90 cm á hæð og á erfitt með gang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Í gær

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli