fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

65 konur fengu notaða smokka í pósti – „Markviss árás“

Pressan
Föstudaginn 19. maí 2023 06:53

Konurnar fengu notaða smokka í pósti. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hafa að minnsta kosti 65 konur fengið bréf í pósti sem í var handskrifaður miði og notaður smokkur.

Í tilkynningu frá lögreglunni í Melbourne í Ástralíu segir að verið sé að rannsaka málið og að talið sé að það sé ekki tilviljun hvaða konur fengu svona undarlega sendingu.

„Lögreglan telur að fórnarlömbin tengist og að þetta sé markviss árás,“ segir í tilkynningunni.

Konurnar virðast allar hafa gengið í sama kaþólska stúlknaskólann 1999. Lögreglan segir að margar þeirra hafi fengið meira en eitt bréf með notuðum smokki.

Lögreglan fékk fyrst veður af málinu í mars og nýjasta bréfið barst á mánudaginn.

Herald Sun segir að konurnar gruni að sendandinn hafi fundið nöfn þeirra í gamalli árbók skólans.

The Guardian segir að innihald bréfanna sé „myndrænt“. Ein konan sagði að bréfið hafi verið óhugnanlegt og hafi komið illa við hana og að hún hafi átt erfitt með svefn eftir að hafa fengið það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Í gær

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 3 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat