fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Leiðtogafundurinn í Hörpu – Síðari dagur

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 17. maí 2023 12:06

mynd/hinsegindagar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðari dagur leiðtogafundar Evrópuráðsins  í Hörpu er hafinn.

Klukkan 14.30 hefst blaðamannafundur leiðtoganna þar sem niðurstöður fundarins verða kynntar. Nú stendur hins vegar yfir málefnastarf sem fer að mestu fram í salnum Silfurbergi í Hörpu.

Í fréttum RÚV kemur fram að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, fullyrði að íslensk stjórnvöld hafi sótt það stíft að halda fundinn hér á landi. Það sé ekki rétt að það sé algjör tilviljun að vilji leiðtoga aðildarríkja Evrópuráðsins til að halda slíkan fund hafi borið upp á sama tíma og Ísland gegnir formennsku í ráðinu.

RÚV segir einnig frá því að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi skýrt frá því á fundinum í morgun að 41 af 46 aðildarríkjum Evrópurráðsins hafi undirritað viljayfirlýsingu um gerð skrár yfir allt tjón sem Rússland hefur valdið í Úkraínu með innrás sinni. Samkvæmt fréttum RÚV á að taka saman í skránni manntjón, fjárhagslegt tjón, eignatjón og einnig tjón á umhverfi og vistkerfum.

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður RÚV, segir niðurstöðu fundarins skipta miklu máli fyrir Katrínu. Hún hafi unnið baki brotnu eftir að fyrir lá að fundurinn yrði haldin hér á landi. Jóhanna segir að það myndi eflaust hafa jákvæð áhrif á stjórnmálaferil Katrínar ef niðurstaða fundarins væri í þeim anda sem hún vonaðist til.

Í fréttum Mbl.is kemur að þeir þjóðarleiðtogar sem enn eru á landinu hafi gert sér ýmislegt annað til dundurs en að funda. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, fór í sund sem hann gerir að sögn í hvert skipti sem hann kemur til Íslands. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, skoðaði sig um á Þingvöllum áður en hann hélt af landi brott. Forseti Ungverjalands, Katalin Novak, og forseti Póllands, Andrzej Duda, fóru bæði í ræktina.

Einnig kemur fram hjá Mbl.is að Marija Pejcinovic Buric, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins hafi lýst því yfir að yfirlýsingin um tjónaskránna sé sögulegt afrek. Samkvæmt miðlinum var tjónaskráin formlega stofnsett með undirritun í Hörpu, af aðildarríkjum ráðsins muni Tyrkland, Serbía, Armenía, Ungverjaland, Bosnía og Aserbaídjan ekki taka þátt í gerð skrárinnar. Sá fjöldi passar þó ekki við það sem kemur fram í fréttum RÚV um að fimm ríki ætli ekki að taka þátt.

Auk aðal fundarins hafa margir smærri, tvíhliða og óformlegir fundir átt sér stað. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir í samtali við Vísi að hún telji að gera ætti meira af því að hafa óformleg samtöl milli þjóðarleiðtoga.

Meint líffærasala

Hjá Mbl kemur einnig fram að önnur mál en tjónaskráin hafi verið rædd á fundinum. Edi Rama, forseti Albaníu, hafi haldið harðorða ræðu þar sem hann skoraði á Evrópuráðið að draga til baka skýrslu frá 2010 þar sem Albaníu og Frelsisher Kosovo væri gefið ranglega að sök, að undirlagi Rússa, að hafa brotið mannréttindi og stundað sölu á líffærum úr mönnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki