fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Landspítalinn velur CCQ gæðastjórnunarkerfið frá Origo

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. maí 2023 13:38

Jón Árni Bragason, Maria Hedman, Kristín Hrefna Halldórsdóttir, Gunnhildur Ingólfsdóttir,Ágúst Kristján Steinarsson, Hildur Björk Pálsdóttir, Ísleifur Örn Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landspítalinn hefur valið CCQ gæðastjórnunarkerfi frá Origo eftir útboðsferli sem Ríkiskaup stýrðu en samningur milli Landspítala og Origo var undirritaður á dögunum. CCQ gæðastjórnunarkerfið frá Origo er þróað með íslensku hugviti af sérfræðingum í rekstri stjórnkerfa sem byggir á áratuga reynslu af þróun stafrænna lausna og er rekin í skýinu. Þetta verður mikið framfaraskref fyrir Landspítalann sem hefur hingað til verið með eldra gæðakerfi sem komin þörf var á að betrumbæta. Kemur þetta fram í tilkynningu.„Við hlökkum til að vinna með Landspítalanum að innleiðingu og rekstri á CCQ því við erum sannfærð um að það mun vera bylting í rekstri gæðastjórnunarkerfis Landspítalans. Ég vona að sjúklingar og starfsfólk muni finna mun þegar nútímalegt gæðastjórnunarkerfi heldur utan um gæðaskjöl, verkferla og vinnulýsingar spítalans,“ segir Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðumaður gæða- og innkaupalausna Origo. „Það verður spennandi verkefni að leiða innleiðingu á nýju gæðakerfi innan Landspítala en með nýju kerfi CCQ verða gæðahandbækur Landspítala sameinaðar í eina heilsteypta gæðahandbók,“ segir Gunnhildur Ingólfsdóttir, gæðastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu Landspítala. CCQ er heildstæð gæðastjórnunarlausn til að meðhöndla þætti sem snúa að bættum verkferlum og vinnulýsingum. Einn besti ávinningurinn sem fæst af stafrænni lausn eins og CCQ er sjálfvirkt upplýsingaflæði, sem minnir ábyrgðaraðila á verkefni hvort sem skjal þarf samþykki, endurskoðun eða endurútgáfu. „Þetta tryggir að réttar upplýsingar séu í höndum alls starfsfólks Landspítalans sem þarf svo sannarlega á því að halda í sínu mikilvæga starfi. Í CCQ er einnig hægt að nota hnapp fyrir staðfestingu á lestri skjala. Þegar verklagsreglur breytast eins og oft gerist í flóknu starfsumhverfi eins og á Landspítalanum er mikilvægt fyrir starfsfólk og stjórnendur að hafa réttar upplýsingar við höndina öllum stundum,“ segir María Hedman, vörustjóri CCQ.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega