fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Segir að nútímalegi rússneski herinn sé „nánast horfinn“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. maí 2023 06:45

Rússneskir hermenn á æfingu á Krímskaga. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að stríðið í Úkraínu hafi breytt sýn fólks á rússneska herinn. Hann var talinn mjög öflugur og nútímalegur enda höfðu Rússar eytt 20 árum í að nútímavæða hann eftir hrun Sovétríkjanna. En það tók aðeins 14 mánuði að eyðileggja hann.

Þetta sagði Scott Berrier, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar DIA, nýlega. Í hættumati, sem leyniþjónustan sendi frá sér, skrifar hann að sú endurskipulagning sem var gerð í byrjun aldarinnar hafi gert að verkum að rússneski herinn var öflugri og viðbragðsbetri en á tímum Sovétríkjanna.

„2022 var ekki gott ár fyrir rússneska herinn . . . nútímalegur rússneskur herinn er einfaldlega horfinn,“ skrifar hann.

Í hættumatinu kemur fram að frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafi þeir misst nær öll nútímaleg hergögn sín og því séu þeir ekki færir um að standa í stórum hernaðaraðgerðum eða stríði næstu árin.

Auk skorts á hergögnum þá skiptir miklu máli að herinn er mjög háður varaliði sínu..

Þrátt fyrir þessa stöðu segir Berrier að heimurinn standi frammi fyrir mikilli hættu hvað varðar Rússland. Pútín sé ekki að leita að útleið úr stríðinu og rússneskir ráðamenn hafi gert það ljóst opinberlega að þeir séu staðráðnir í að ná markmiðum sínum í Úkraínu með hervaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur