fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Stærsti vopnapakki Þjóðverja til Úkraínu frá upphafi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. maí 2023 08:00

Þýskir Leopard 2 skriðdrekar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska varnarmálaráðuneytið tilkynnti á laugardaginn að Þjóðverjar ætli að senda Úkraínumönnum vopn að verðmæti 2,7 milljarða evra. Er ætlunin að styrkja varnir Úkraínu gegn rússneska innrásarliðinu með þessu framlagi.

Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu segir að í pakkanum verði fjölbreytt úrval hertóla. Þar á meðal verða 30 Leopard-1 skriðdrekar, brynvarin fólksflutningatæki, drónar og skotfæri.

Þetta er stærsta einstaka framlag Þjóðverja til Úkraínu frá upphafi stríðsins.

Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, sagði að með þessari sendingu, á hernaðarbúnaði sem brýn þörf sé fyrir, sýni Þjóðverjar að þeim sé full alvara með að styðja Úkraínu.

„Við viljum öll að þessu hræðilega árásarstríði Rússa gegn úkraínsku þjóðinni ljúki fljótt. Stríðið er brot á alþjóðalögum. En því miður eru stríðslok ekki í augsýn. Þjóðverjar munu því veita alla þá aðstoð sem þeir geta, eins lengi og þörf er á,“ sagði Pistorius.

Á þriðjudag í síðustu viku tilkynntu Bandaríkjamenn um nýjan hjálparpakka til Úkraínu að verðmæti 1,2 milljarða dollara. Honum er ætlað að styrkja loftvarnir og mæta þörfum úkraínska stórskotaliðsins nú í aðdraganda boðaðrar gagnsóknar Úkraínumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin