fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Pressan

Elsti hundur sögunnar fagnar enn einu afmælinu

Pressan
Sunnudaginn 14. maí 2023 18:30

Bobi er elsti hundur sögunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bobi, elsti hundur heims, fagnaði 31 árs afmæli sínu í vikunni. Bobi er auk þess elsti hundur sem vitað er til að hafa lifað en hann var sæmdur titlunum af heimsmetaskrá Guinness í febrúar.

Í tilkynningu frá Guinnes er haft eftir eiganda Bobi, Leonel Costa, að í gær  hafi verið slegið upp veislu fyrir öldunginn í heimabæ hans Conqueiros í suðurhluta Portúgal og var ráðgert að um 100 gestir myndu mæta.

Samkvæmt Costa er Bobi við hestaheilsu  miðað við aldur. Hann á erfitt með gang og sjónin er farinn að daprast en Costa hefur helst áhyggjur af því að allt áreitið sem Bobi verður fyrir, sem heimsþekktur hundur, verði honum um megn.

Bobi er af portúgölsku smalategundunni Rafeiro do Alentejo en eigandinn telur að rólegt umhverfi í smábænum sé helsta ástæðan fyrir langlífi Bobi gamla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þau treystu honum fyrir hinstu för gæludýranna – Fóru hræin bara í ruslið?

Þau treystu honum fyrir hinstu för gæludýranna – Fóru hræin bara í ruslið?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans