fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Eyjan

Sanna skákar Hildi sem sá borgarfulltrúi sem mest ánægja er með – Alexandra og Kjartan vinsælli en Einar

Eyjan
Sunnudaginn 14. maí 2023 12:30

Sanna Magdalena Mörtudóttir er vinsælasti borgarfulltrúinn samkvæmt könnun Maskínu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, er sá borgarfulltrúi sem kjósendur í Reykjavík eru ánægðastir með. 21,4 prósent borgarbúa nefndu nafn hennar þegar þeir voru beðnir um að nefna þann borgarfulltrúa sem þeim fannst hafa staðið sig best á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í  borgarvita Maskínu sem mælir ýmislegt úr borgarmálunum en Samstöðin fjallaði um niðurstöður þessarar tilteknu spurningar í liðinni viku.

Í öðru sæti yfir þann borgarfulltrúa sem mest ánægja er með er Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins með 13,2 prósenta atkvæði.

Í þriðja sæti var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, en 11,3 prósent aðspurðra lýstu yfir ánægju sinni með hans störf.

Nokkra athygli vekur að verðandi borgarstjóri, Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins, kemur ekkert sérstaklega vel út úr könnunni en aðeins 6,0 prósent aðspurða voru ánægðir með hans störf. Fyrir ofan hann eru til að mynda Alexandra Briem, starfand oddviti Pírata, með 8,0 prósent og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, með 7,5 prósent.

Aðrir oddvitar flokkana í borgarstjórn fá enn verri útkomu. Þannig nefndu 3,7 prósent Þórdísi Lóu Þórhalldóttur, oddvita Viðreisnar, 2,9 prósent Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks Fólksins og aðeins 2,3 prósent Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri Grænna.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls svöruðu 612 einstaklingar þessari tilteknu spurningu en könnunin fór fram 16. – 21. mars og 13. – 21. apríl 2023.

Hér má sjá lista Maskínu í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir