Málsheiti: Konan með blómaflúrið
Málsnúmer: 2023-BEL02
Dánartími (áætlaður): Ekki hægt að tímasetja
Lík fundið: 3. júní 1992
Staðsetning: Belgía, konan fannst við rist í ánni Groot Schjin nálægt Ten Eekhovelei í Antwerpen 3. júní 1992 fannst lík konu við rist í ánni Groot Schijn nálægt götunni Ten Eekhovelei.
Kyn: Kvenkyn
Áætlaður fæðingardagur: Milli 1942 og 1972
Hæð: 169-170 sm
Andlitslitur: Ljós
Háralitur: Dökkur
Augnlitur: Ekki hægt að staðfesta
Fatnaður: Konan var klædd í bol (dökkbláan, fjólubláan og ljósgrænan) með áletruninni SPLINTER og 1990. Hún var í dökkbláum Adidas íþróttabuxum með þremur grænum línum og dökkbrúnum gönguskóm, stærð 40, tegund DAG
Húðflúr, fæðingarblettir, ör: Húðflúr á vinstri handlegg sem sýnir svart blóm með grænum laufblöðum og stöfunum R’NICK fyrir neðan blómið
Skartgripir: Engir
Konan sem lýst er svo í málaskrá lögreglunnar er ein 22 kvenna sem alþjóðalögreglan, Interpol telur að hafi verið myrtar í Belgíu, Þýskalandi og Holllandi síðustu áratugi. Interpol telur sig hafa leitað allra leiða til að bera kennsl á konurnar og þar sem þær hafa engum árangri skilað leitar alþjóðalögreglan nú aðstoðar almennings með herferð sem ber heitið: Identify Me, eða Berið kennsl á mig. Í yfirlýsingu lögreglunnar segir að ekki hafi enn tekist að bera kennsl á konurnar þar sem líklegt sé að þær séu frá öðrum löndum en þeim sem lík þeirra fundust í. Líklega hafi það verið gert til að hamla rannsókn málanna.
&;
Upplýsingar um morðin 22 eru alla jafna lokaðar almenningi, en hafa nú verið birtar á heimasíðu og samfélagsmiðlum Interpol. Finna má ljósmyndir frá vettvangi, upplýsingar um hvar og hvenær lík fannst, áætlaðan aldur og einkenni, líkt og í málinu sem hér er minnst á, þar sem konan bar húðflúr, í hvaða fötum konan var og hvort hún bar skart, í öllum málunum 22. Auk þess hefur verið búið til andlit allra fórnarlambanna 22.
Elstu líkamsleifarnar fundust við hraðbraut í Holllandi árið 1976, þær nýjustu í almenningsgarði í Belgíu í ágúst árið 2019. Francois-Xavier Laurent sem hefur umsjón með DNA-gagnagrunni Interpol segir að með herferðinni geti vonandi fjölskyldur, vinir og samstarfsmenn kvennanna sem sáu viðkomandi konu síðast einhvern ákveðinn dag komið fram með upplýsingar sem hjálpað geti við að bera kennsl á konurnar og upplýsa málin.
Málalýsing konunnar með blómaflúrið
Áin Groot Schjin rennur í gegnum hverfið Deurne í borginni Antwerpen. Áin rennur frá Provinciaal Groendomein Rivierenhof að vatnsdælustöðinni Groot Schijn, nálægt afreininni Deurne á A1 hraðbrautinni.
Um er að ræða athafnasamt hverfi með íbúðum og búðum. Viðburðahöllin Antwerp Sportpaleis er einnig nálægt, þar sem fjölmargir tónleikar og aðrir viðburðir eru haldnir. 3. júní 1992 fannst lík konu við rist í ánni Groot Schijn nálægt götunni Ten Eekhovelei. Konan hafði verið myrt. Allt til dagsins í dag er ekki vitað hver konan er.
Einkenni
Konan mun hafa verið á aldrinum 20-50 ára. Hún var um 170 sm á hæð og sterkbyggð. Húðlitur hennar var ljós og hún var með miðlungsstítt dökkt hár. Tennur hennar voru í góðu ásigkomulagi. Á vinstri framhandlegg var hún með húðflúr af svörtu blómi með grænum laufblöðum og stöfunum R’NICK fyrir neðan blómið.
Konan var klædd í bol (dökkbláan, fjólubláan og ljósgrænan) með áletruninni SPLINTER og 1990. Hún var í dökkbláum Adidas íþróttabuxum með þremur grænum línum og dökkbrúnum gönguskóm, stærð 40, tegund DAG
Þeir sem kannast við konuna af lýsingunni eru beðnir um að hafa samband við belgísku lögregluna í gegnum form á vefsíðu Interpol.