fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Vítalía hyggst kæra niðurstöðu héraðssaksóknara

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. apríl 2023 17:05

Vítalía Lazareva Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vítalía Lazareva hyggst kæra til ríkissaksóknara þá ákvörðun héraðssaksóknara að fella niður kynferðisbrotakæru hennar á hendur þeim Þórði Má Jóhannessyni, Ara Edwald og Hreggviði Jónssyni. Þetta staðfestir réttargæslumaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir, í samtali við fréttastofu RÚV.

Sagði Kolbrún að ástæðan fyrir kærunni væri sú að þær telji að ekki hafi verið talað við öll vitni í málinu og vegna þess að sakargögn vanti. Hún gæti ekki tjáð sig frekar um málið og vissi ekki hvers vegna gögnin hafi vantað en hún sagðist þó fullviss um að þau myndu skipta máli.

Sjá einnig: Yfirlýsing frá Hreggviði Jónssyni – Rannsókn vegna kæru Vítalíu hætt – DV

Að sögn Kolbrúnar virðist það hafa verið mat saksóknara að framburður fyrrnefndra vitna hefði ekki skipt máli en hún sé  því  ósammála. „Ég tel að það sé tilefni til að klára rannsóknina, hið minnsta,“ segir hún í áðurnefndu viðtali við RÚV.

Vítalía birti færslu á Twitter í gær, sem hún síðar eyddi, þar sem að hún virðist bregðast við tíðindum.

„Ég fékk fréttir í gær um ákveðna hluti sem hafa legið þungt á mér, að þeir fara ekki eins og ég hefði óskað og haldið í vonina um að þeir myndu fara. Ég vissi alltaf innst inni að þeir myndu fara á þennan máta en hélt alltaf í örlitla von að við værum komin lengra,“ skrifaði Vítalía.

Uppfært 19:15: Í stuttu samtali við DV segir hún þó að skilaboðin í tístinu tengist ekki niðurfellingu málsins og hefur fyrirsögn fréttarinnar því verið uppfærð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns