fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Stal bíl, henti Snabba út og keyrði upp Laugaveginn

Martina Klara myndbirti bílaþjóf sem henti hundinum hennar út úr bílnum eftir að hafa stolið honum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. febrúar 2016 13:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við rétt stukkum inn til þess að sækja mat á Subway. Bílnum var stolið á meðan,“ segir Martina Klara Maríudóttir sem lenti í þeirri ógæfu á dögunum að bíl hennar og kærasta hennar var stolið. Það sem verra var; chihuahua hundurinn Snabbi var um borð í bílnum þegar honum var stolið.

„Það var svo kalt, þannig ég ákvað af einhverjum heimskulegum ástæðum að hafa bílinn í gangi til þess að Snabba yrði ekki kalt á meðan,“ segir Martina sem játar að það hafi verið hugsunarleysi að skilja bílinn eftir í gangi.

„Maður er samt svo oft bara værukær, og hugsar að svona lagað komi ekki fyrir mann,“ útskýrir hún og er eflaust hægt að taka undir þau orð.

Bílnum var stolið í Skeifunni og virðist þjófurinn hafa hent Snabba út úr bílnum skammt frá.
Martina útskýrir að þetta var sjö um kvöld og ansi kalt úti.

„Við hringdum auðvitað á lögregluna, en við vorum nú aðallega að hugsa um Snabba,“ segir Martina sem gat varla á heilum sér tekið. Sem betur fer þá barst símtal um klukkustund síðar.

„Þá hafði eitthvað fólk verið á röltinu í Ármúlanum og rekið augun í Snabba,“ segir Martina en Snabbi var vel merktur sem betur fer.

Þegar Snabbi var loksins komin í faðm fjölskyldunnar á ný átti enn eftir að finna bílinn.

Martina myndbirti manninn til þess að vara dýravini við honum.
Myndbirtur Martina myndbirti manninn til þess að vara dýravini við honum.

„Lögreglan hafði svo samband einhverjum þremur tímum síðar,“ segir Martina en þá var bíllinn fundinn. Í ljós kom að þjófurinn hafði skipt um númerplötu á bílnum, ekið utan í staur eða annan bíl og enda ökuferðina á því að reyna að keyra upp Laugaveginn. Þar var hann loksins stöðvaður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

„Það var rosalega mikil sprittlykt í bílnum þegar við fengum hann auk þess sem hann var tjónaður,“ svarar Martina þegar hún er spurð í hvaða ástandi bíllinn var þegar hún fékk hann aftur í hendurnar. Hún óttaðist þó að bíllinn væri í verra ásigkomulagi og er því tiltölulega sátt við að ekki hafi farið verr, þó litlu hefði mátt muna með hann Snabba.

Martina var þó allt annað en sátt við þjófinn og tók sig til og myndbirti hann og varðaði við honum á Facebook-síðunni „Nafngreinum og myndbirtum dýraníðinga“.
Þar kom fram að þjófurinn hafi ekki haft mikið upp úr krafsinu, annað en ökuferðina, en um fimm hundruð krónur voru í klinkskálinni.

Spurð út í myndbirtinguna, svarar Martina að hún hafi litið svo á að henni fyndist fullt tilefni til þess að vara við manninum.

„Og ég er ekkert að fara að fjarlægja þessa mynd,“ segir hún svo að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum