fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Viktor Örlygur framlengir í Víkinni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. apríl 2023 19:00

Bjarki t.h.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Okkar eini sanni Viktor Örlygur Andrason hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Víkings til ársins 2025,“ segir á heimasíðu Víkings.

Viktor Örlygur Andrason er uppalinn Víkingur sem kemur úr frægum 2000 árgangi Víkings og spilaði upp alla yngri flokka Víkings. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik fyrir Víking árið 2016 þá aðeins 16 ára gamall og kom það sumarið við sögu í þremur leikjum í Pepsi Max deildinni.

Viktor er í dag einn af lykilmönnum Víkings og hefur spilað 135 leiki fyrir meistaraflokk Víkings og skorað í þeim níu mörk. Þá á hann einnig 10 leiki fyrir U21 árs landsliðið og fjóra A landsleiki.

„Knattspyrnudeild Víkings er afar ánægð með að hafa framlengt samning Viktors Örlygs og hlakkar til áframhaldandi velgengni á vellinum,“ segir í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok