fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fókus

Ragnhildur Steinunn segir lykilinn að því að bæta sig að horfa á það sem hún hefur gert – „Mætirðu ekki bara í smink og svo í útsendingu?“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. apríl 2023 11:00

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlamaður er gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpinu Einmitt. Ragnhildur hefur kynnt eða verið viðloðin Söngvakeppnina meira og minna síðan árið 2007 og er jafnan með mörg járn í eldinum, enda þolir hún ekki leti. Ragnhildur og Einar ræða allt milli himins og jarðar í þættinum allt frá fimleikum að forræðisdeilum, feðraveldi og mæðrahyggju í þessu skemmtilega spjall en í kvöld frumsýnir Sjónvarpið nýja þátttaröð Tvíburar sem Ragnhildur framleiddi en hún og eiginmaður hennar eignuðust tvíbura árið 2019. 

Þurfti að þroskast hratt eftir móðurmissi

Ragnhildur segist alltaf hafa verið næm á umhverfi sitt og fljót að lesa í fólk og stemningu. „Ég missti mömmu mína mjög ung og þurfti að þroskast mjög hratt og vinna úr mínum tilfinningum og föður míns. Ég hef náð að nýta mér þetta og læra af mínum mistökum.

„Þú ert svo lík stelpunni í Söngvakeppninni“

Á lokaári í sjúkraliðanámi fékk Ragnhildur fyrsta tækifærið til að vera kynnir í Söngvakeppninni. „Ég var í verknámi á Landspítalanum og þar voru sjúklingarnir alltaf að segja mér að ég væri svo lík þarna stelpunni í Söngvakeppninni. Við gætum verið systur. Ég púllaði þann leik þannig að það væri nú gaman og spurði hvernig hvernig hún væri að standa sig.“  

Unnu öll kvöld í mánuð 

Ragnhildur segir að lykillinn að því að bæta sig sem manneskja í sjónvarpi sé að horfa á það sem maður hefur gert. „Ég læri mest af því að klippa efnið sjálf. Ég hef verið að klippa viðtöl fyrir Söngvakeppnina fram á nótt. Þetta er ekki þannig að ég mæti bara í smink og svo í útsendingu. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað við erum í raun fá að vinna stórt verkefni. Við fimm sem erum í framkvæmdastjórninni erum mánuð fyrir keppni að vinna öll kvöld. Þetta er bara þannig. Maðurinn minn bara veit það.“  

„Geturðu ekki eignast tvíbura án þess að gera sjónvarpsþátt? “

Framundan er sýning þáttaraðar á RÚV sem Ragnhildur hefur unnið að undanfarin þrjú ár og nefnist Tvíburar. Sjálf eignaðist hún tvíbura fyrir fjórum árum. „Ég talaði við meira en 70 tvíbura til að fá sem víðustu innsýn inn í líf tvíburaforeldra, þar með talið heimilismyndbönd. Sýnt verður frá tvíburafæðingu í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi og við fylgjumst meðal annars með tvíburaforeldrapari sem mun heilla þjóðina upp úr skónum,“ segir Ragnhildur. 

Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Birti gamla mynd fyrir allar aðgerðirnar

Vikan á Instagram – Birti gamla mynd fyrir allar aðgerðirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum tengdadóttir Íslands gekk í það heilaga í London

Fyrrum tengdadóttir Íslands gekk í það heilaga í London
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul
Fókus
Fyrir 4 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 5 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson