fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Edda náði markmiðinu á þremur dögum – 84 hafa styrkt söfnun

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. apríl 2023 10:03

Edda Falak Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söfnun fyrir Eddu Falak á Karolina Fund hefur náð markmiði sínu og það á aðeins þremur dögum. Söfnun var sett af stað á Karolina Fund föstudaginn 7. apríl og stóð til að safna 1,5 milljón til að standa straum af kostnaði vegna áfrýjunar til Landsréttar, en Edda hyggst áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem hún var dæmd fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. 

Umrætt mál snerist um hljóðbrot sem spiluð voru í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur en þar mátti heyra í móður láta ógeðfelld orð falla í garð dóttur sinnar sem var viðmælandi Eddu í þættinum.

Hljóðbrotin voru tekin upp án vitundar móðurinnar sem höfðaði mál fyrir héraðsdómi og krafðist 5 milljóna króna í miskabætur. Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að birting þeirra hafi brotið á friðhelgi einkalífs hennar og dæmdi Eddu til að greiða miskabætur upp á 400 þúsund krónur auk málskostnaðar.

Sjá einnig: Edda Falak áfrýjar dómi til Landsréttar – Hefur safnað um 1,2 milljónum fyrir málskostnaði

Hefur safnað rúmri 1,5 milljón

Í texta um söfnunina stendur: „Mikilvægt er að við náum að safna að lágmarki 2.500.000 kr. til að greiða málskostnað og miskabætur vegna dómsins sem féll móðurinni í vil og lögfræðikostnað til lögfræðinga Eddu til að hægt sé að áfrýja dómnum til Landsréttar.“

Aðeins var þó óskað eftir 1,5 milljón, og hún náðist og rúmlega það á sunnudagsmorgun. 84 einstaklingar hafa styrkt Eddu um rúmlega 1,5 milljón eða 1.518.420 kr.sem er 101% af heildarupphæðinni sem stefnt var að.

Ákvörðunin um áfrýjunina kom fram í aðsendri grein á Vísi eftir Sahöru Rós Ívarsdóttur sem unnin var í samráði við Eddu og dótturina. Þar jemur fram að málið megi ekki gleymast í þeirri „hatursorðræðu“  sem sé í gangi gegn Eddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast