fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Algjör óvissa um ástand Luke Shaw

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. apríl 2023 09:00

Enska landsliðið fagnar marki á HM 2022. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Algjör óvissa ríkir í kringum það hversu mikið Luke Shaw vinstri bakvörður Manchester United er meiddur. Hann fer í nánari skoðun í dag þar sem ástandið verður metið.

Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Brentford á heimavelli í gær en liðið hafði þó nokkra yfirburði í leiknum.

Það var Marcus Rashford sem skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Luke Shaw varð að yfirgefa völlinn snemma vegna meiðsla en óvíst er hvort meiðsli bakvarðarins séu alvarleg.

Sigurinn kemur United aftur upp í Meistaradeildarsæti en liðið er með 53 stig í fjórða sæti líkt og Newcastle sem er sæti ofar.

„Ég get ekkert sagt núna,“ sagði Erik ten Hag stjóri Manchestr United eftir leikinn í gær en meiðsli Shaw voru í læri.

„Ég verð að bíða til morguns eftir nánar skoðun. Ég tók hann strax af velli, ég tók enga áhættu. Við sjáum betur á morgun hvað er að.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram