fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Starfsmaður á Reykjum rekinn eftir að hann kenndi börnum að vinna sér mein – „Þetta er mikill harmleikur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. mars 2023 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmanni í skólabúðunum á Reykjum hefur verið sagt upp störfum í kjölfar atviks sem átti sér stað í kennslustund. Frá þessu greinir Vísir

Hefur fréttastofa Vísis heimildir fyrir því að í kennslustundinni hafi börnum verið kennt að vinna sér mein og lýst svo hvernig tilfinning fylgi því að deyja. Eins hafi verið fjallað um valdaójafnvægi milli kynjanna og sagði kennarinn að tími væri kominn til að leiðrétta það og ættu stúlkurnar í kennslustundinni að ráðast á drengina.

Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður skólabúðanna sem eru reknar af Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) sagði í samtali við Vísi að atvikið hafi átt sér stað í síðustu viku, en umræddur starfsmaður hafi starfað við búðirnar síðan UMFÍ tók við rekstri þeirra síðasta haust. Sagði Sigurður að umrædd kennslustund hafi ekki verið í samræmi við kennsluáætlun búðanna. Umræddur kennari er fullorðinn karlmaður og voru um þrjátíu börn í kennslustundinni.

Hefur öllum grunnskólum sem senda börn í búðirnar verið send tilkynning vegna málsins og segir Sigurður að litið sé á málið með alvarlegum augum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“