fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Hættulegir augndropar í umferð – Hafa orðið þremur að bana

Pressan
Föstudaginn 31. mars 2023 04:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 68 hafa orðið fyrir eitrunaráhrifum, þrjú dauðsföll hafa verið staðfest, átta hafa misst sjónina og fjórir hafa neyðst til að láta fjarlægja auga.

Þetta er afleiðing af því að hafa notað mengaða augndropa frá EzriCare og Delsam Pharma. Þessir augndropar eru ekki lyfseðilsskyldir í Bandaríkjunum.

Droparnir voru teknir af markaði í febrúar. Eitrunartilvik hafa verið staðfest í 16 ríkjum að sögn bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar, CDC.

Droparnir eru framleiddi í Indlandi. Talið er að þeir innihaldi afbrigði af veirunni pseudomonas aeruginosa en þetta afbrigði hefur aldrei áður fundist í Bandaríkjunum.

CDC hefur ekki skýrt frá í hvaða ríkjum eitrunartilfelli hafa komið upp en flest bendir til að eitt, að minnsta kosti, hafi komið upp í Flórída. Clara Oliva, 68 ára, notaði dropa frá EzriCare og missti annað augað. Hún ætlar nú að lögsækja fyrirtækið og krefjast bóta að sögn New York Post.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá