fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Kona á Akureyri sakfelld fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi – Örlagaríkt atvik á gatnamótum Gránufélagsgötu og Hjalteyrargötu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. mars 2023 12:00

Héraðsdómur Norðurlands eystra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á 24. aldursári hefur verið sakfelld fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot vegna atviks sem átti sér stað á Akureyri 7. október árið 2021. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 24. mars.

Konan hafði ekið austur Gránufélagsgötu en virti ekki biðskyldu á gatnamótum Gránufélagsgötu og Hjalteyrargötu með þeim afleiðingum að hún ók á annan bíl sem snerist á götunni í 90 gráður og í veg fyrir rútu sem ekið var suður Hjalteyrargötu og lenti á bílnum.

Ökumaður bílsins slasaðist nokkuð, hlaut „afrifubrot á enda þvertinds (processus transversus) yfir lendarhryggjarlið 3,“ eins og segir í dómnum.

Brotið telst bæði varða við almenn hegningarlög og umferðarlög. Samkvæmt 219. grein hegningarlaganna varðar það sektum eða fangelsi allt að fjórum árum ef tjón á líkama eða heilbrigði hlýst af gáleysi annars manns.

Konan játaði brot sitt fyrir dómi. Einnig kemur fram að hún er með hreinan sakaferil. Var hún sakfelld og dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu um 335 þúsund króna samanlagt í málskostnað og þóknun til verjanda síns.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast