fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Neyðarstig Almannavarna fært niður á hættustig

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 27. mars 2023 19:23

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi hefur ákveðið að fara af neyðarstigi Almannavarna niður á hættustig.

Sjá einnig: Neyðarstig almannavarna vegna snjóflóða í Neskaupstað – Snjóþyngsli gera viðbragðsaðilum erfitt fyrir

Neyðarstigi var lýst yfir í morgun þegar snjóflóð féll í Neskaupstað.  Núna er staðan sú að búið er að rýma á annað hundrað heimila í Neskaupstað, Seyðisfirði og á Eskifirði og um 500 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín.   Nú þegar tökum hefur verið náð á ástandinu og enginn er talinn í bráðri hættu hefur eins og áður segir, verið ákveðið að fara af neyðarstigi á hættustig, sem er í samræmi við verklagreglur þar um.

Vegna snjóflóðahættu er gert ráð fyrir að áframhaldandi rýming verði til morguns á Seyðisfirði, í Neskaupstað og á Eskifirði. Staðan verður þá tekin að nýju og kynnt. Verði breytingar á þessum á tilteknum svæðum, mun það strax kynnt hlutaðeigandi.

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg
Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg
Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg
Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Sjá einnig: Til stóð að rýma húsin sem urðu fyrir flóði en það tókst ekki í tæka tíð

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“