fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Pressan

Banvæn sveppasýking dreifir sér – „Þetta er allt öðruvísi en COVID-19“

Pressan
Mánudaginn 27. mars 2023 04:15

Sveppasýkingar geta verið mjög slæmar og slæmt ef ekki er hægt að nota sýklalyf gegn þeim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk yfirvöld hafa sent út viðvörun vegna aukinnar útbreiðslu banvænnar sveppasýkingar. Þetta er Candida auris sem breiðist „mjög hratt“ út í Bandaríkjunum að sögn þarlendra heilbrigðisyfirvalda. Ekki bætir úr skák að sveppasýkingar af þessu tagi byggja upp sífellt meiri mótstöðu gegn sýklalyfjum.

Fimm tilfelli hafa greinst í Danmörku en þrátt fyrir það er engin ástæða til að örvænta að sögn Maiken Cavlind Arendrup, yfirlæknis hjá dönsku smitsjúkdómastofnuninni og yfirmanns svepparannsóknardeildar stofnunarinnar.

Í samtali við TV2 sagði hún að fólk þurfi ekki að vera hrætt því þetta séu ekki örverur sem leggjast á heilbrigt fólk. „Þess vegna er þetta allt öðruvísi en COVID-19,“ sagði hún og bætti við: „En þetta er sveppur sem við verðum að fylgjast mjög vel með því ef heil sjúkrahúsdeild er sýkt, þá er erfitt að losna við hann.“

Hún sagði að sveppurinn hafi aðallega valdið vanda í Evrópríkjum á borð við Spán, Ítalíu og Grikkland þar sem sé glímt við vandamál vegna sýklalyfjaónæmis. Það hafi verið vandamál á sjúkrahúsum þar sem virðist sem hreinlæti sé ekki nægilega gott.

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin, CDC, sagði nýlega í fréttatilkynningu að yfirvöld muni nú vinna með yfirvöldum einstakra ríkja og heilbrigðisyfirvöldum einstakra ríkja við að takast á við „þessa nýju ógn gegn lýðheilsu“.

Smitum af völdum Candida auris hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum á aðeins tveimur árum en þau þrefölduðust á þeim tíma. 2021 voru þau 1.471.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að heimsbyggðin þurfi að búa sig undir sláandi upplýsingar í máli Madeleine

Segir að heimsbyggðin þurfi að búa sig undir sláandi upplýsingar í máli Madeleine
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvítur reykur rís úr Sixtínsku kapellunni – Nýr páfi hefur verið valinn

Hvítur reykur rís úr Sixtínsku kapellunni – Nýr páfi hefur verið valinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn