fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Hjákona tannlæknisins farin í felur – Eiginkonuna grunaði að ekki væri allt með felldu með sjeikinn hennar

Pressan
Föstudaginn 24. mars 2023 16:02

Craig-hjónin, Angela og James. Þau áttu saman sex börn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tannlæknirinn James Toliver Craig hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína. Er honum gert að sök að hafa sett blásýru í próteinsjeik konu sinnar til að koma henni fyrir kattarnef svo hann gæti hafið nýtt líf með hjákonu sinni.

Málið hefur vakið mikla athygli og hafa fjölmiðlar keppst við að koma út nýjum vinklum.

Sjá einnig: Tannlæknir grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína – Færði henni blásýrusjeik til að geta byrjað nýtt líf með kollega

Hjákonan farin í felur

New York Post greinir frá því að James hafi skipst á sjóðheitum skilaboðum við hina giftu Karin Cain, sem er sérfræðingur í tannréttingum. Hafi James bókað flug fyrir hjákonu sína til Denver um svipað leyti og hann hóf að eitra fyrir konu sinni, Angelu.

„Svo virðist sem James hafi flogið þessari konu til Denver á meðan eiginkona hans og móðir barna hans var að láta lífið á sjúkrahúsi,“ segir í yfirlýsingu ákæruvaldsins.

Ekki er enn ljóst hvernig James kynntist hjákonu sinni, en talið er að þau hafi verið á sömu ráðstefnum og viðburðum sem tengjast tannlækningum.

Karin er enn gift en fór fram á skilnað í nóvember og er það ferli enn í gangi. Hún á tvö uppkomin börn.

Af skilaboðunum sem gengu milli þeirra má sjá að James tilkynnti Karin að eiginkona hans væri veik og ekkert bendir til þess að Karin hafi verið meðvituð um hvað James hafði á prjónunum. Karin sendi honum þess í stað stuðningskveðju þar sem hún harmaði að hún gæti ekki verið honum til halds og trausts á þessum erfiða tíma.

Eftir að Angela lést hafi Karin svo ákveðið að halda sig til hlés, enda hafi hún ekki viljað valda fjölskyldu og vinum Angelu ama.

„Ég vil styðja þig en mér finnst ekki rétt af mér að blanda mér inn í þessar samkomur til að syrgja Angelu og ég vil ekki hitta fjölskyldu þína og vini og þurfa að fela tilfinningar mínar til þín,“ skrifaði Karin til James.

New York Post hefur ítrekað reynt að ná tali af Karin eftir að málið komst upp en miðillinn segir að hún fari nú huldu höfði. Hún býr í litlum bæ þar sem hún rekur einu tannlæknastofuna og var málið fljótt að spyrjast þar út. Nágrannar segja að þeir hafi ekki séð til hennar síðan upp um málið komst og bíll hennar hafi heldur ekki verið lagt þar fyrir utan síðan.

„Ef ég væri hún, þá væri ég í felum,“ sagði einn nágranninn. „Þetta er það eina sem fólk er að ræða hér í bænum.“

Eiginmaður hennar, Jason, hefur neitað að tjá sig við fjölmiðla. Móðir Jason féllst þó á að tjá sig og sagði það eitt að hennar áhersla í dag væri á barnabörnin sín, sem bæði eru fullorðin.

Starfsmenn tannlæknastofunnar opnuðu pakka sem þau áttu ekki að sjá

James og Angela áttu sex börn saman. Hún lést þann 19. mars eftir að hún hafði verið lýst heiladauð. Það var James sjálfur sem ók henni á sjúkrahúsið eftir að hún hafði kvartað undan gífurlegum höfuðverk og svima. Ástandi hennar hrakaði í kjölfarið hratt og var hún fljótlega komin í öndunarvél. Þá varð ljóst að baráttan væri töpuð og var tekin ákvörðun um að slökkva á öndunarvélinni.

Starfsmenn sjúkrahússins hringdu á lögregluna, enda töldu þau grunsamlegt hvað veikindi hennar voru bráð. Lögregla komst fljótt að því hvernig í málinu lá.

Fjölskylda Angelu hefur greint frá því við fjölmiðla að Angela hafi verið veik um nokkurt skeið fyrir andlátið. Hún hafi leitað til læknis minnst tvisvar vegna þeirra. Hún hafi vonað að um sýkingu í ennis- og kinnholum væri að ræða, en hún hafði glímt við slíkt áður. Ljóst var þó þegar hún var lögð inn á sjúkrahús að málið var alvarlegra en svo. Fannst fjölskyldunni jafnframt grunsamlegt að James hafi liggur við horfið eftir að að hafa skutlað konu sinni á sjúkrahúsið.

Starfsmenn á tannlæknastofu James urðu líka tortryggnir enda höfðu þau fyrir slysni opnað pakka sem var stílaður á James og sendur á stofuna. Í kassanum var blásýra sem starfsmennirnir könnuðust ekki við að ætti að nota í starfseminni.

James er sagður hafa reynt að bjarga sér fyrir horn og borið því við að hann hafi pantað blásýruna fyrir eiginkonu sína þar sem hún hafi verið í sjálfsvígshugleiðingum.

Rannsakendur komust að því að James hafði leitað á YouTube eftir áreiðanlegustu eiturefnunum sem ekki væri hægt að greina á prófum.

Angelu hafði líka grunað að eitthvað væri í ólagi. Hún hafi sent James skilaboð eftir að hafa drukkið sjeikinn sinn einn daginn. „Mér líður eins og eitrað hafi verið fyrir mér“

James svaraði því með: „Í ljósi sögu okkar skil ég að það sé stuðandi fyrir þig. En bara svo þú vitir þá byrlaði ég þér ekki.“

Vísaði James þar til þess að fyrir nokkrum árum síðan hafði hann byrlað konu sinni. Hann hafi þá ætlað að taka eigið líf og ekki viljað að hún skipti sér að því.

Systir Angelu sagði við lögregluna að hjónaband þeirra James og Angelu hafi alla tíð verið stormasamt, einkum vegna ítrekaðs framhjáhalds James og fíkn hans í klám.

Réttarhöld í málinu munu að líkindum hefjast í apríl og á James lífstíðarfangelsi yfir höfði verði hann fundinn sekur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Í gær

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum
Pressan
Í gær

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin
Pressan
Í gær

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli