fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Pressan

Sænsk yfirvöld hafa miklar áhyggjur – Óttast að þetta verði notað til hryðjuverka

Pressan
Miðvikudaginn 22. mars 2023 05:12

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er ári hefur sænska lögreglan lagt hald á fleiri þrívíddarprentuð skotvopn en allt síðasta ár. Óttast yfirvöld að slík vopn verði notuð til hryðjuverka.

Isabel Thorén, sem stýrir skotvopnamiðstöð lögreglunnar, sagði þetta í samtali við TT fréttastofuna.

Hún sagði að vopnin samanstandi venjulega af þrívíddarprentuðum plasthlutum og nokkrum málmhlutum. Úr þessu eru búin til skotvopn sem virka.

Sænsk yfirvöld sögðu nýlega að áhuginn á þrívíddarprentuðum vopnum hafi aukist mjög hjá hópum öfgamanna og segja hættu á að slík vopn verði notuð til hryðjuverka.

Þrívíddarprentuð vopn eru ekki með raðnúmer og því er erfitt að rekja slóð þeirra. Sum þeirra eru einnig úr plasti að svo stórum hluta að það ekki er hægt að útiloka að þau komist í gegnum málmleitarhlið.

Haustið 2021 handtók sænska lögreglan 25 ára nýnasista sem var grunaður um að undirbúa hryðjuverk. Hann hafði hyllt norska fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik á Internetinu og hafði pantað sér hjálm með tveimur gopro-myndavélum en öfgamenn hafa stundum notað slíkar myndavélar til að senda ódæðisverk sín út í beinni útsendingu. Heima hjá manninum fann lögreglan stefnuyfirlýsingu, efni til sprengjugerðar og þrívíddarprentuð vopn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að heimsbyggðin þurfi að búa sig undir sláandi upplýsingar í máli Madeleine

Segir að heimsbyggðin þurfi að búa sig undir sláandi upplýsingar í máli Madeleine
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvítur reykur rís úr Sixtínsku kapellunni – Nýr páfi hefur verið valinn

Hvítur reykur rís úr Sixtínsku kapellunni – Nýr páfi hefur verið valinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn