fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

„Eins og ég væri að stanga vegg í hverjum einasta mánuði“

Eyjan
Þriðjudaginn 21. mars 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eins og ég væri að stanga vegg í hverjum einasta mánuði,“segir Ingibjörg Sólrún Gíslasdóttir um árin sín í Borgarsjórn með Davíð Oddssyni.

Ingibjörg Sólrún var borgarfulltrúi og borgarstjóri fyrir Kvennalistann. fór á þing fyrir Kvennalistann, leiddi síðan sameininguna við Samfylkinguna, var formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra en í dag er hún framkvæmdastjóri UN Women í Evrópu.

Ingibjörg er í viðtali við Ásdísi Olsen á Hringbraut í kvöld þar sem hún ræðir um árin sín í Kvennalistanum og hvað það var tilfinningalega erfitt að ráðast til atlögu við feðraveldið. Aðspurð segist hún gjarnan vilja gefa 28 ára Ingibjörgu Sólrúnu klapp á bakið og stuðning þegar hún hugsar til baka. Hún hefði svo sannarlega þurft á því að halda á sínum tíma.

Í þættinum í kvöld er sýnt frá merkilegum stofnfundi Kvennalistans á Hótel Borg þar sem húsfyllir varð öllum að óvörum, en hundruðir íslenskra kvenna úr öllum hópum mættu til að taka þátt í stofnfundi Kvennalistans. Einnig er sýnt frá uppistandi Davíðs Oddssonar þegar hann óskaði sér að hafa fegurardrottningar í borgarstjórn frekar en Kvennalistakonur.

Aðspurð um vinnu sína í borgarstjórn með Davíði Oddssyni, fyrrverandi borgarstjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sagði Ingibjörg:

„Sko þetta var mjög sérstakt og ég sagði stundum við fólk að mér fannst, sko þessi ár sem ég var þarna, eins og ég væri að stanga vegg í hverjum einasta mánuði – það voru borgarstjórnarfundirnir. Þetta var mjög erfitt. Þetta var ofsalega svona tilfinningalega erfitt að mörgu leyti því þetta var svo mikill slagur – harður slagur- og maður fékk engu framgengt. Þannig þetta var bara eins og að stanga vegg.“

Ingibjörg telur enn mikla þörf fyrir femínískan stuðningi við konur í íslensku samfélagi og að enn sé langt í land að kvennastéttir njóti réttlátra kjara.

Undir yfirborðið er á Hringbraut í kvöld kl. 20
Sjá einnig á síðu þáttarins

Yndir yfirborðið - Ingibjörg Sólrún
play-sharp-fill

Yndir yfirborðið - Ingibjörg Sólrún

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Hide picture