fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Gagnrýni vegna endurgerðar á andláti Díönu prinsessu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. mars 2023 19:32

Díana prinsessa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framleiðendur sjónvarpsþáttanna The Crown eru reiðubúnir fyrir gagnrýni yfir fyrirætlun þeirra að nota eftirlíkingu af bílnum sem Díana prinsessa lést í árið 1997. Díana lést ásamt ástmanni sínum, Dodi Fayed, í hörmulegu bílslysi í Pont de l’Alma göngunum í París í Frakklandi. Fayed og bílstjórinn, Henry Paul, létust samstundis, en Díana var flutt á sjúkrabíl þar sem hún lést af áverkum sínum.

Í frétt breska miðilsins Daily Mail er greint frá því að eftirlíkingin sé með stýrishjólið kramið, vélarhlífina beyglaða og mælaborðið hangandi út um framrúðuna. Bílinn mun hafa verið fluttur til Parísar í fyrra fyrir upptökur. Í október sáust starfsmenn þáttanna vinna að því að endurgera hinstu ferð Díönu og taka upp senur þar sem rannsakendur eru að skoða slysstaðinn.

„Augnablikið þegar áreksturinn gerist verður ekki leikið og sýnt,“ segja talsmenn Netflix um ákvörðun veitunnar að hafa áreksturinn sem hluta af nýrri þáttaröð.

„Ég tel að mörgum muni finnast það hryllingur að vita til þess að þeir fóru svo mikið í smáatriði að þeir endurgerðu bílinn eins og hann leit út eftir áreksturinn. Ég held að konungsfjölskyldan eigi eftir að verða miður sín. Ég held að þeir [Netflix] myndu ekki gera þetta atriði ef um væri að ræða einhverja aðra fjölskyldu,“ segir heimildarmaður.

Díana prinsessa, sem var fyrri eiginkona Karl Bretaprins, verðandi konungs, var dáð um allan heim sem meðlimur konungsfjölskyldunnar. Þau trúlofuðu sig og giftu sig árið 1981, eignuðust synina William, árið 1982, og Harry, árið 1984. Díana og Karl skildu árið 1992, en lögskilnaður gekk í gegn árið 1996. Þrátt fyrir skilnaðinn hélt Díana aðdáun Breta, sem og heimsbyggðarinnar allrar, auk þess sem hún var vinsæl meðal ljósmyndara. Aðdáun og virðing á Díönu hefur haldist og það þrátt fyrir að liðin séu nær 26 ár frá andláti hennar.

Elizabeth Debicki í hlutverki sínu sem Díana.

Framleiðendur The Crown hafa fengið á sig gagnrýni fyrir hvernig þeir hafa lýst henni og hennar lífi í þáttaröðinni, en leikkonan Elizabeth Debicki, sem leikur Díönu, segir gagnrýni fólks ekki eiga fullan rétt á sér. Í viðtali við Radio Times sagðist hún virða skoðanir fólks.

„Það var alltaf ljóst fyrir mér að enginn getur vitað hvað gerðist bak við luktar dyr og að sá sem skrifar handrit er að túlka það sem gæti hafa gerst. Þegar sá fyrirvari er gerður og settur fram þá getum við kannski hætt að velta okkur upp úr þessu og haldið áfram. Ef að fólk getur áttað sig á og sætt sig við það þá getum við farið að tala um þáttaröðina sem slíka, hvernig hún er gerð og með hvaða skapandi hætti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna