fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Ekið á hund á Kaldárselsvegi – Margt í gangi hjá lögreglunni í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. mars 2023 18:18

mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekið var á hund á Kaldárselsvegi í dag. Var hundurinn fluttur á dýraspítala í Garðabæ og er hann líklegast fótbrotinn. Var eigandinn látinn vita af slysinu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en ljóst er af tilkynningunni að lögreglan hafði í ýmsu að snúast í dag. Tilkynnt var um innbrot í geymslur í Gerðunum. Þrír menn voru handteknir á vettvangi og eru þeir grunaðir um innbrotin. Voru mennirnir vistaðir í þágu rannsóknar málsins og þýfinu skilað til eiganda. Málið er í rannsókn.

Lögregla aðstoðaði við að fjarlæga óvelkominn mann í stofnun í austurbæ en maðurinn hafði komið sér þar fyrir og stolið hreinsunarspritti en hann var að drekka. Viðkomandi kom sér í burtu eftir afskipti lögreglu og eru engar kröfur gerðar á hann.

Lögregla hafði afskipti af manni er svaf í ruslatunnugeymslu í Túnunum. Reyndist hann vera með hníf á sér og var hnífurinn haldlagður og verður maðurinn kærður fyrir brot á vopnalögum.

Tilkynnt var um sinubruna í Garðabæ við strandblakvöllinn. Slökkvilið var kallað út og slökkti það í sinunni.

Óvelkomnum manni var vísað frá sundstað í Breiðholti. Ætlaði hann að fara í sund án þess að borga og var hann ekki með sundföt með sér.

Brotist var inn í geymslur í Breiðholti og meðal annars stolið rafmagshjóli. Málið er í rannsókn.

Ennfremur var tilkynnt um skemmdarverk á bíl í bílakjallara í Kópavogi.

Tilkynnt var um sinubruna í efra Breiðholti. Vegfarendur slökktu eldinn en slökkvilið kom á vettvang til að tryggja að ekki kviknaði aftur í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast