fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Lineker rýfur þögnina eftir furðulega helgi

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. mars 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Lineker hefur tjáð sig í kjölfar þess að ljóst varð að hann mun snúa aftur á sjónvarpsskjái bresku þjóðarinnar um næstu helgi.

Lineker, sem er sjónvarpsmaður á BBC, verður mættur aftur til vinnu á laugardag eftir að hafa verið bannað að starfa um helgina.

BBC ákvað að banna Lineker að vinna um helgina eftir umdeilda færslu hans um stefnu ríkisstjórnar Bretlands í útlendingamálum. Hann stýrir sjónvarpsþættinum vinsæla Match of the Day, þar sem farið er yfir leikina í ensku úrvalsdeildinni.

Samstarfsfólk Lineker á íþróttadeild BBC stóð með honum og dró sig úr umfjöllun helgarinnar. Nú er hins vegar ljóst að hlutirnir fari í eðlilegt horf um næstu helgi.

„Eftir óraunverulaga daga er ég ótrúlega feginn því að við höfum fundið leið til að vinna úr þessu. Ég vil þakka öllum fyrir ótrúlegan stuðning, sérstaklega þeim sem vinna með mér á íþróttadeild BBC fyrir að sýna ótrúlega samstöðu,“ segir Lineker í færslu á Twitter.

„Ég hef fjallað um íþróttir á BBC í næstum þrjá áratugi og er ólýsanlega stoltur af því að vinna á besta og sanngjarnasta miðli í heimi. Ég get ekki beðið eftir að stjórna Match of the Day aftur á laugardag.

Sama hversu erfiðir undanfarnir dagar hafa verið er hins vegar ekki hægt að bera þá saman við að þurfa að flýja heimili þitt vegna stríðs og sækja skjóls í landi sem er langt í burtu. Það er hjartnæmt að sjá samúð margra ykkar með þeim. Við erum áfram þjóð sem er umburðarlynd og býður aðra velkomna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta vill ekkert gefa upp um sumarið

Arteta vill ekkert gefa upp um sumarið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks
433Sport
Í gær

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
433Sport
Í gær

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?
433Sport
Í gær

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið