fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Skotmaðurinn á Dubliner huldi andlit sitt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. mars 2023 11:27

Grímur Grímsson. Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla hefur enn ekki haft hendur í hári mannsins sem hleypti af skotum úr byssu á veitingastaðnum Dubliner í Naustum 1 um kvöldmatarleytið í gær.

DV greindi fyrst frá málinu og birti myndir og myndband frá vettvangi:

Sjá einnig: Hleypt af byssuskoti á Dubliners – Sérsveitin að störfum á vettvangi

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á Miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki svara þeirri spurningu hvort lögreglan teldi sig vita hver maðurinn er, vegna rannsóknarhagsmuna. En þá vaknar sú spurning hvort starfsmenn eða gestir hafi borið kennsl á manninn:

„Hann huldi andlit sitt, maðurinn,“ segir Grímur. Aðspurður segir hann nokkur fjöldi gesta hafi verið á staðnum. „Ég held það hafi verið reytingur,“ segir hann.

Grímur segir rannsóknina vera á þeim stað að erfitt sé að gefa upplýsingar um hana. „Það er sérstaklega viðkvæmt þegar maðurinn er ófundinn,“ segir hann.

Aðspurður um hvernig fólki hafi orðið við vegna atviksins, segir hann: „Auðvitað verður fólki mjög bilt við, þegar það er inni á stað þar sem skotið er af byssu.“

Er ljóst að maðurinn var ekki að reyna að skjóta á neinn heldur vekja ógn?

„Þarna erum við á stað sem við getum ekki farið út í,“ segir Grímur og ítrekar að rannsókn málsins sé á mjög viðkvæmu stigi. Allt kapp verði lagt á að hafa hendur í hári mannsins í dag.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE
Fréttir
Í gær

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu