fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fókus

Courtney Cox viðurkennir að hún hafi gert mistök

Fókus
Föstudaginn 10. mars 2023 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Courtney Cox hefur viðurkennt að hún hafi gert mistök þegar hún fór að nota fylliefni í andlitið á sér. Hún hafi ekki áttað sig á hvað sprauturnar hefðu breytt útliti hennar mikið.

Hún opnaði sig um þetta í hlaðvarpinu Gloss Angeles. Þar sagðist hún hafa misnotað fylliefni og segir að það sé hennar helsta eftirsjá hvað fegurð varðar.

„Þetta eru domino áhrif. Þú áttar þig ekki á því að þú lítur ekki rétt út svo þú heldur áfram og gerir þetta oftar því þér finnst þú líta eðlilega út.“

Hún hafi litið í spegilinn og talið sig líta frekar vel út. „Þú áttar þig ekki á hvernig þetta lítur út í augum annarra“

Eftir að hafa farið sér of geyst í fylliefninu fór hún og lét fjarlægja það.

„Ég þakka guði að það sé hægt að fjarlægja þetta. Ég gerði hræðileg mistök og sem betur fer gat ég tekið mikið af því til baka.“

Nú segist hún nálgast öldrunina með öðrum hætti.

„Að hugsa um að eldast þegar ég var mjög ung, var frekar mikill bömmer, algjör tímasóun.“

Hún hefur áður opnað sig um þessa reynslu sína í viðtölum og sagt að hún hafi verið að eltast við unglegt útlit alltof lengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“