fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Fimm af átta voru misnotaðar af feðrum sínum og stjúpum

Fókus
Þriðjudaginn 7. mars 2023 17:25

Stjórnandi þáttarins Undir yfirborðinu, Ásdís Olsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagið brást þeim þá og bregst þeim aftur núna, er niðurstaða rannsóknar Kolbrúnar Kolbeinsdóttur kynjafræðings sem tók viðtöl við átta konur sem eru heimilislausar og halda til í Konukoti. Fimm af þessum átt viðmælendum urðu fyrir sifjaspelli eða barnaníði feðra eða stjúpfeðra.

Þetta kemur fram í þætti Ásdísar Olsen, Undir yfirborðinu, sem er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 20. Í viðtali við Ásdísi Olsen segir Kolbrún til skammar hvernig búið sé að þessum hópi kvenna í samfélaginu. Þjónusta við þær sé ekki í samræmi við ofbeldis- og áfallasögu þeirra og Konukot er í óviðunandi húsnæði.

Konurnar eru á aldrinum 25 til 60 ára og dvöldust þær í Konukoti á þeim tíma sem rannsóknin átti sér stað. Allar nema ein þeirra áttu börn og samtals áttu þær 16 börn. Af átta viðmælendum höfðu sjö glímt við vímuefnavanda.

Uppeldisaðstæður kvennanna einkenndust af alvarlegri vanrækslu, afskiptaleysi og ástleysi.  Þær glíma allar við skaðlegan heilsufarsvanda á fullorðinsárum, fíkn, geðsjúkdóma, líkamleg veikindi og útilokun frá fjölskyldu. 

Heiðrún segir um æsku sína í rannsóknarviðtalinu: „Ég bara fucked sko. Það var alveg þannig. Það var mikill alkóhólismi, mamma mín er bipolar, stjúppabbi minn var bara fáviti sko. Hann var barnaníðingur, þegar ég lít yfir æskuna mína, þá sé ég bara svart. …. æskan var bara ömurleg sko, þannig séð, ég fór í þrjá skóla, einelti í tveimur, og svona, síðasti skólinn fínn. Svo náttúrulega einhvern veginn byrjaði ég í neyslu beint eftir grunnskóla og verð svo bara ólétt 16 ára sko. Svo er svolítið búið að vera downhill from there. …. þegar ég er, svona horfi til baka, þú veist, eins og þegar ég lít yfir æskuna mína, þá sé ég bara svart. Þú veist, þetta er bara svona, þessi tími var bara hræðilegur.“

María ólst upp hjá föður sínum sem misnotar hana kynferðislega frá 9 ára aldri. Þegar hún er beðin að meta hvað var erfiðast í rannsóknarviðtalinu, flæða tárin og hún tekur sér hlé til að jafna sig. Hún segir misnotkunina erfiðasta en það sé ekki lengur vont „bara hér í hausnum“ og bendir á höfuðið, því þaðan hverfa ekki minningarnar.

Ásdís lýsir veikindum móður sinnar, vanrækslu og óeðlilegri ábyrgð sem lögð var á hana sem barn: „Mamma mín er rosa veik á geði.  Ég vakna með litla bróður mínum, klæddi hann og labbaði með hann í leikskólann, labbaði í skólann. Og svo var allur dagurinn í skólanum, þá var ég að hugsa hvernig ég ætti, hvort mamma myndi hleypa okkur inn klukkan fimm. Eða hvernig ég ætti þá að gefa honum að borða. Þetta var bara stanslaust, einhver ábyrgð sem ég kunni ekki að taka.“

Þátturinn er sem fyrr segir á dagskrá Hringbrautar kl. 20 í kvöld. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda