fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Óhugnanleg skýrsla um barnaher Pútíns

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. mars 2023 09:00

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í skýrslu frá bandarísku rannsóknarstofnuninni Center for Strategic and International Studies kemur fram að Rússar reyni nú að „hervæða æsku landsins“.

Í skýrslunni kemur fram að helsta leiðin til þess sé ungmennaherinn Yunarmiya en í honum eru börn allt niður í 8 ára aldur þjálfuð til að verða hluti af rússneska hernum.

Þessi ungmennaher hefur stækkað mikið á síðustu árum. Hann var stofnaður 2016 og voru þá tæplega 100.000 börn í honum en í dag eru þau rúmlega ein milljón.

Börnin læra margvíslega hernaðartækni og að nota sjálfvirkar vélbyssur.

Ekki er talið að Pútín hyggist senda börn á vígvöllinn í Úkraínu en hins vegar sé ungmennaherinn hugsaður sem einhverskonar trygging fyrir því að hermenn verði til reiðu í framtíðinni.

Einnig gengur þetta út á að fylla börnin ættjarðarást og trú og trygg Rússlandi og Pútín. Með því er dregið úr líkunum á að þau geri uppreisn gegn Pútín og stjórn hans.

Sænska ríkissjónvarpið segir að þegar börn séu tekin inn í ungmennaherinn verði þau að sverja eið sem hljóðar eitthvað á þessa leið: „Með því að ganga í ungmennaherinn, mun ég sanna ást mína til föðurlandsins og vilja minn til að verja það.“

Ekki hefur dregið úr tilraunum yfirvalda að gera æsku landsins bardagafæra og þjóðernissinnaða eftir innrásina í Úkraínu. Frá því í september á síðasta ári hefur sú skylda hvílt á öllum skólum landsins að draga þjóðfánann að húni á hverjum mánudegi og eiga nemendurnir að syngja þjóðsönginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“
Fréttir
Í gær

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi
Fréttir
Í gær

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Í gær

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf að breyta öllu lífi sínu, óbreyttur maður fer aftur að drekka“

„Maður þarf að breyta öllu lífi sínu, óbreyttur maður fer aftur að drekka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn