fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Þingmaður í mál við ríkið – krefst 10,6 milljón króna bóta

Eyjan
Föstudaginn 3. mars 2023 09:12

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, þingmaður Flokks fólks­ins og eig­inmaður henn­ar, Hafþór Ólafs­son hafa falið lögmanni sínum, Sævari Þór Jónssyni, að krefja íslenska ríkið um skaðabæt­ur vegna meintra lög­brota sýslu­manns­ins á höfuðborg­ar­svæðinu. Í fréttatilkynningu vegna málsins saka hjónin sýslu­mann um að hafa ekki sinnt lög­bundn­um skyld­um sín­um. Rík­is­lög­manni hefur verið gert grein fyr­ir mál­inu.

Hjónin misstu heimili sitt á uppboði árið 2017 og hafa síðan staðið í málarekstri vegna þess fyrir dómstólum án þess að fá úrlausn sinna mála.

„Mála­vext­ir eru þeir að þrátt fyr­ir ábend­ing­ar, sinnti sýslumaður ekki lög­bundn­um skyld­um sín­um við út­hlut­un sölu­verðs eft­ir upp­boð á heim­ili okk­ar. Þar bar sýslu­manni lög­um sam­kvæmt að taka til­lit til fyrn­ing­ar vaxta. Það var ekki gert og fyr­ir vikið út­hlutaði sýslumaður Ari­on banka hærri fjár­hæð en bank­inn átti til­kall til lög­um sam­kvæmt, á kostnað okk­ar hjóna. Í nær tveggja ára mála­ferl­um okk­ar við Ari­on banka vegna þessa, þar sem öll réttar­úr­ræði voru tæmd, fékkst aldrei úr­sk­urður dóm­stóla um fyrn­ingu vaxta, sem þó var eina máls­ástæðan. Eng­in úr­sk­urður er í raun sig­ur fyr­ir bank­ann,“ seg­ir í til­kynn­ingu hjón­anna.

Telja Ásthildur og Hafþór að þau hafi ekki hlotið rétt­láta málsmeðferð. Vegna meðvitaðrar ákvörðunar sýslumanns um að sinna ekki lagaskyldu sinni hafi 10,6 milljónir króna runnið til Arionbanka en ekki til hjónanna.

Ásthildur Lóa var kjörin á þing fyrir Flokks fólksins árið 2021 en hún fór fram í Suðurkjördæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum