fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Pressan

Pantaði pítsu daglega í rúmlega 10 ár – Dag einn varð það honum til lífs

Pressan
Laugardaginn 11. mars 2023 21:00

Kirk Alexander

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daglega í rúmlega 10 ár pantaði Kirk Alexander, sem býr í Salem í Oregon, sér pítsu frá sama Domino‘s staðnum. Þetta hafði auðvitað í för með sér að starfsfólk pitsastaðarins vissi hver hann var og að von væri á pöntun frá honum.

En 2016 gerðist það óvænta, engin pöntun barst frá honum í nokkra daga, eða 11. Starfsfólkið fór þá að hafa áhyggjur af Alexander.

Sarah Fuller, útibússtjóri staðarins, sagði að nokkrir sendlanna hefðu nefnt að engin pöntun hefði borist frá Alexander í nokkra daga. Hún gáði því í tölvukerfið og sá að 11 dagar voru liðnir frá síðustu pöntun hans. Það var auðvitað ólíkt honum og því var sendill sendur heim til hans til að kanna hvort allt væri í lagi.

Alexander svaraði ekki þegar hann dinglaði bjöllunni en húsið var uppljómað og kveikt var á sjónvarpinu.

Sendlinum fannst augljóst að hlutirnir væru ekki eins og þeir áttu að vera og því hringdi hann í lögregluna. Þegar lögreglumenn komu á vettvang heyrðu þeir mann kalla á hjálp innan úr húsinu. Þeir brutu því útidyrnar upp og fóru inn í húsið.

Alexander var þar inni og þarfnaðist skjótrar læknisaðstoðar. Hann var fluttur á sjúkrahúsi í skyndi þar sem læknar náðu að koma ástandi hans í jafnvægi.

Starfsfólk pitsastaðarins heimsótti hann á sjúkrahúsið og færði honum blóm og heilla kort en lét vera að koma með pítsu.

Ekki er vitað hvað hrjáði Alexander en það skiptir svo sem ekki miklu máli í þessari sögu því það sem skiptir máli er að fólk hafði áhyggjur af honum þrátt fyrir að það þekkti hann í raun ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 4 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús