fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Pressan

Náði myndum af vetrarbrautum sem eru svo massífar að þær „eiga ekki að geta verið til“

Pressan
Sunnudaginn 12. mars 2023 07:30

Andromeda vetrarbrautin. Mynd:NASA, ESA, J. DALCANTON, B.F. WILLIAMS, AND L.C. JOHNSON (UNIVERSITY OF WASHINGTON), THE PHAT TEAM, OG R. GENDLER

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Webb geimsjónaukinn tók nýlega myndir af sex risastórum vetrarbrautum, hver og ein er á stærð við Vetrarbrautina okkar, sem mynduðust á miklum hraða um 500 milljónum ára eftir Miklahvell.

Þessar vetrarbrautir eru svo massífar  að þær eiga í raun ekki að geta verið til. Live Science skýrir frá þessu.

Þessar sex risastóru vetrarbrautir, sem eru heimkynni næstum jafn margra stjarna og eru í Vetrarbrautinni, mynduðust aðeins 500 til 700 milljónum ára eftir Miklahvell.

Stjörnufræðingarnir sem uppgötvuðu þær segja þær geta kollvarpað vitneskju okkar um myndun vetrarbrauta.

Erica nelson, einn meðhöfunda rannsóknarinnar, sagði að þessar vetrarbrautir ættu ekki að hafa haft tíma til að myndast svona snemma í lífi alheimsins.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 6 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum